Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 42
gildi hér á landi árið 1732, sbr. skipun í opnu bréfi 2. maí 1732.3 Með tímanum urðu þó til margar og mikilsverðar réttarvenjur um meðferð einkamála, sem oft á tíðum voru ekki í fullu samræmi við NL. Ýmist var, að löggjafinn staðfesti venjur þessar berum orðum, eða almennt var gert ráð fyrir þeim og eftir þeim farið. Til dæmis var dómara samkvæmt NL skylt að afla gagna í hverju máli. Þetta breyttist svo fyrir venju, að dómarinn hætti að sinna þeirri skyldu sinni, og varð það undir aðilum máls kontið, hver gögn yrðu lögð fram og hvemig þau voru skýrð fyrir dómara. Þannig varð sú regla föst, sem almennt er byggt á í norrænum rétti, að aðilar máls hafi forræði á því sakarefni, sem í dóm er lagt. Regla af svipuðum toga er hin svokallaða „eventualmaksime“ eða útilokunar- reglan, þar sem aðila máls var skylt að koma fram með kröfur sínar, máls- ástæður og andmæli jafnskjótt og tilefni yrði til, en með því var vegið á móti því, að óhæfilegur dráttur yrði á málum. Reglur þessar, og aðrar grundvallar- reglur réttarfars, eru hingað komnar frá Danmörku og hafa síðan öðlast fastan sess í íslenskum rétti.4 Fyrir gildistöku laga nr. 85/1936 voru fá ákvæði í íslenskri löggjöf urn málflytjendur. Af slíkum reglum má til dæmis nefna, að samkvæmt 15. gr. tilskipunar frá 15. ágúst 1832, „viðvíkjandi réttargangsmátanum við undir- réttina á Islandi, í öðrum málum en þeim, sem viðvíkja illvirkja og opinberum pólitísökum“, var aðila máls rétt að senda einhvem „góðan mann í sinn stað, hvern hann á að setja í stand til að fremja sökina, sín vegna, eftir þar til gefinni fullmakt án þess neitt af háyfirvaldinu meðdeilt skikkunarbréf útheimtist þar til“. Talið var, að samkvæmt þessu væri aðila máls jafnvel heimilt að fela konu umboð til að flytja mál fyrir sig.5 Ef mál var rekið fyrir yfirdómi, og aðili ætlaði sér ekki að flytja mál sitt sjálfur, var honum heimilt að láta fjárhaldsmann sinn, frænda eða þjón fara með það, sbr. NL 1-9-14. í NL 1-4-20 sagði, að veitti maður málaflutningsmanni eða öðrum manni umboð til þess að sækja mál, þá sé sú stefna gild, er umboðsmaðurinn fær af hálfu andstæðingsins, svo sem umbjóðanda hefði sjálfum verið stefnt. Samkvæmt konungsúrskurði 19. mars 1858 skyldu jafnan vera tveir löglærðir menn fastir málflutningsmenn við landsyfirdóminn, og áttu þeir að hafa sama einkarétt til málflutnings þar, sem „annars ber málflutningsmönnum að lögum í konungsríkinu [þ.e. Dan- mörku]“.6 Ákvæði þetta virðist hafa gilt fram að setningu laga nr. 32/1905, þar sem sagði að ráðherra gæti veitt hverjum þeim leyfi til málflutnings fyrir yfirdómi, sem lokið hefði embættisprófi í lögum við Háskólann í Kaup- mannahöfn.7 Reglur þessar voru sundurlausar og fjölluðu aðeins um afmörkuð svið. í NL 1-9-13 sagði til dæmis, að fari málflutningsmaður út fyrir umboð sitt, 3 Alþingistíðindi 1935 A, bls. 926. 4 Alþingistíðindi 1935 A, bls. 926. 5 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar, bls. 217. 6 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar, bls. 221. 7 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar, bls. 221. 192

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.