Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 7
1. MEGINEINKENNI AFSLÁTTAR
Afsláttur er eitt þeirra úrræða, sem aðili gagnkvæms samnings getur beitt í
tilefni vanefndar viðsemjanda síns. í rétti til afsláttar felst heimild til handa
samningsaðila til þess að lækka eða draga úr eigin greiðslu í réttu hlutfalli við
þá veðrýrnun gagngreiðslunnar, sem vanefnd viðsemjanda hefur í för með sér.1
Sjá t.d. H 1996, 18. janúar (Sturla Haraldsson) í málinu nr. 169/1994, þar sem
segir: „Það leiðir af reglum um afslátt sem úrræðis vegna vanefnda á gagn-
kvæmum samningi, að lækka ber greiðslu stefndu í réttu hlutfalli við kaup-
verðið“.
Afsláttur er úrræði, sem á rætur sínar að rekja allt aftur til Rómaréttar, en þar
var úrræði þessu fylgt eftir með því, sem kallað var actio quanti minoris, þ.e.
málssóknarrétti, sem fólst í heimild kaupanda til að krefjast hlutfallslegs
afsláttar af kaupverði vegna galla á söluhlut. Heimildin til að krefjast afsláttar
er ekki fyrir hendi í engilsaxneskum rétti,2 en hefur hins vegar verið tekin upp
í 50. gr. alþjóðasáttmálans um milliríkjakaup frá 1980.3
Afsláttur er vanefndaúrræði, sem fyrst og fremst er beitt í tilefni þess, að
greiðsla samkvæmt gagnkvæmum samningi er gölluð, einkum í lausafjár- og
fasteignakaupum. Heimildin til þess að krefjast afsláttar er lögbundin í lausa-
fjárkaupum, sbr. 42. og 43. gr. laga nr. 39/1922, um lausafjárkaup, en byggir á
dómvenju í fasteignakaupum. Til beitingar afsláttar í lausafjár- og fasteigna-
kaupum getur einnig komið, ef um vanheimild af hálfu gagnaðila er að ræða,
þ.e. vanheimild að hluta.
1 Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, Reykjavík MCMLXV, bls. 33 og bls. 113-114. Um
hugtakið afslátt sjá einnig Bemhard Gomard: Obligationsret, 2. del, Kaupmannahöfn 1991,
bls. 129-130; Anders Vinding Kruse: Kpbsretten, Kaupmannahöfn 1987, bls. 76; Henry
Ussing: Obligationsretten Almindelig Del, Kaupmannahöfn 1961, bls. 104; Henry Ussing,
Kpb, Kaupmannahöfn 1967, bls. 129; Carl Jacob Amholm: Almindelig Obligasjonsrett,
Oslo 1978, bls. 285-288; Per Augdahl: Den Norske Obligasjonsrett Almindelige Del, 5.
útg., Oslo 1984, bls. 183; Knut Rodhe, Larobok I Obligationsrátt. 6. útg., Lundi 1986, bls.
241; Páll Sigurðsson: Kröfuréttur, Almennur hluti, Reykjavík 1992, bls. 363, og sami
höfundur: Kauparéttur, Reykjavík 1988, bls. 154; Mads Bryde Andersen: Praktisk
Aftaleret. Kaupmannahöfn 1995, bls. 284-285.
2 Sjá nánar Bemhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 130. Sjá einnig John D. Calamari
og Joseph M. Perillo: The Law of Contracts, 2. útg., St. Paul, Minn. 1977, bls. 518 o.áfr. og
Gordon D. Schaber og Claude D. Rohwer: Contracts in a nutshell, St. Paul, Minn. 1975, bls.
236 o.áfr.
3 Sáttmáli þessi heitir „United Nations Convention on Contracts for the Intemational Sale of
Goods“ og var samþykktur 11. aprfl 1980 á ráðstefnu, sem Sameinuðu þjóðirnar efndu til í
Vínarborg í Austurríki. Fjölmörg ríki hafa undirritað samning þennan, og hafa Danir,
Norðmenn, Svíar og Finnar fullgilt hann. í Danmörku, svo dæmi sé tekið, gildir
samningurinn, en þó ekki þegar bæði seljandi og kaupandi eru búsettir á Norðurlöndum, sbr.
94. gr. sáttmálans. Sjá nánar um sáttmála þennan Bernhard Gomard: Obligationsret, 1. del,
2. útg. endurskoðuð, Kaupmannahöfn 1989, bls. 43 og Páll Sigurðsson: Kauparéttur, bls.
333 o.áfr.
157