Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 5
5
tökuvél, scm lifgaði o<* deyddi á víxl, en efnið sjálft hið
eilifa og öumbreytanlega.
Á þessu hefir nú orðið mildl breyting, einmitt á siðustu
fimmlíu árum. Hugmyndir manna um sjálfa heimsmvndina
hafa breylzt að verulegum mun, bæði i stóru og smáu. Jafn-
vel hugmyndir manna um tima og rúm eru ekki þær sömu
og þær áður voru. Timi og rúm, sem menn af eðlilegum
ástæðum hafa haldið aðgreindum allt til þessa, ei u i vísind-
unum orðin að einu samfelldu, ferviðu timarúmi, þar sem
allt er hvað öðru afstætt /relativtJ og eitt breylist i hlulfalli
við annað, en um engar óháðar, sjálfslæðar tima eða rúms-
ákvarðanir er að ræða. Alheimurinn er takmarkað, en þó
óendanlegt stórhvel, er nær langt út fyrir yztu endimörk
þvrilþokanna i himingeimnum, sem eru mæður sólna og sól-
kerfa, og um þetta mikla hvel fer ljósið hringferð sina á
500.000 miliiónum ára.
En einnig smáheimarnir hafa breytzt að miklum mun.
Það hefir nú komið i Ijós, að efnið sjálft er ekki eilíft og
óumbreytanlegt, heldur fer það á vissu stigi þyngdar sinnar
að leysast upp aftur í önnur léltari efni og þau getur aftur
leyst upp í örfína, orkuþrungna geisla. Það er því orkan,
en ekki efnið, sem er undirstaða alls, og efnið aðeins ein af
tilverumyndum hennar.
Pað hefir nú og komið í ljós, að hver ein einasta efnis-
ögn, eða það sem áður var nefnt frumeind (atomj, er smá-
heimur útaf fyrir sig með frumi (protonj eða öreind í miðju,
en fieiri eða færri rafeindum /eleklronumj umhverfis, er
renna iíkt og reikistjörnur í kringum sólir sinar, en standa
þó í hinu nánasta sambandi við allt umhverfið, þannig að
þessi aragrúi efnisagna, sem eru í hverjum hlut, skiptist
innbyrðis skeytum á í liki ljóss og rafmagns. Og þessar
efnisagnir geta ónýlzt, en þá geisla þær frá sér óhemju af
orku i liki ljóss og hita, likt og sól vor gerir fyrir þær til-
tölulega fáu efnisagnir, sem ónýtast i iðrum hennar á hverju
augnabliki, en stafa síðan burt þaðan i líki ljóss og hita.
Þá hafa og hugmyndir manna um uppruna og þróun
himintunglanna breytzt mjög á hinum síðustu árum og ára-
tugum. Má nú rekja þróun þessa i öllum aðaldráttum, en
niðurstaðan er sú, að mjög óviða i himingeimnum séu til
byggðir hnettir og byggilegir í likingu við vora eigin jörð,
þvi að margar af sólum þeim, er vér sjáum viðsvegar um