Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 6
6
himingeiminn, séu tvísólir, þrisólir o. s. frv., en þær geti alls
ekki getið af sér reikistjörnur. Þvi séu mjög fá raunveruleg
sólkerfi til í líkingu við vort eigið sólkerfi, og jörð vor með
lífsverum þeim, sem á henni séu, nokkurn veginn einstæð i
sinni röð.
t*á hafa loks komið fram kenningar um þróunarsögu
vorrar eigin jarðar, sem eru næsta nýstárlegar og gera ráð
fyrir 6 til 7 jarðbyltingum, er hafi haft óhemju áhrif á skipt-
ingu láðs og lagar, fjallmyndanir o. þvl., en auk þess ákveðið
mjög þróun jurtalífs og dýra, bæði í lofti, á láði og í legi.
Þá liafa og komið fram ýmsar nýjar kenningar um hina
likamlegu þróun jurta og dýra, svo og um eðli og þróun
sálarlíísins, sem oflangt yrði að lýsa hér að þessu sinni.
Mun ég þvi láta mér nægja að lýsa heimsmynd þeirri, sem
visindin nú eru að draga upp af hinni ólífrænu náttúru,
en láta hitt biða betri tima.
En þótt ekki sé teldð meira með en þetta, stingur það
svo mjög í stúf við hinar fyrri skoðanir manna á þessum
efnum, að viðbúið er, að menn siðar telji þessa hálfu öid,
sem liðin er siðan 1880, upphaf alveg nýs tímabils í heim-
speki og visindum. Er hvergi nærri enn séð fyrir endann á,
hvað þessi andiega bylting muni hafa í för með sér, en eitt
þykir þó sýnt og sannað, og það er það, að dagar hinnar
gömlu efnishyggju muni vera að fullu taldir, og að orka, líf
og andi muni framvegis njóta meiri vegs í heimsskoðun
visindanna en áður.