Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 9
9
aukist, þegar stjörnurnar komi nær sólu, en minnki, er þær
fjarlægjast hana. Lengra komsl Kepler ekki. —
En nú var eftir að færa sönnur á Koperníkusarkenninguna
og finna það allsherjarlögmál, er réði göngu allra himin-
tungla. Hið fyrra gerði Galilei með stjörnukíki sínum, en
hið síðara gerði Newton. —
3. Gralileo Gí-nlilei (1564 — 1642) er talinn hinn eigin-
legi faðir raunvísindanna, bæði fyrir það, að hann fyrstur
manna orðaði ýms lögmál eðlisfræðinnar, og eins fyrir það,
að hann færði sönnur á þau með athugunum sínum og
tilraunum. Hann rannsakaði þegar á unga aldri hið »frjálsa
fall« þungra hluta og fann lögmálið um það, en það varð
hjá Newton að hinu almenna þyngdarlögmáli, sem ekki
einungis sagði fyrir um fall þungra hluta, heldur og göngu
allra himintungla. Galilei orðaði og fyrstur manna lögmálið
um hraðaukann, tregðulögmálið o. fl. En frægastur er hann
orðinn fyrir athuganir sinar á göngu himintunglanna. Stjörnu-
kikir hafði verið búinn til á Hollandi 1608; hafði Galilei
haft fregnir af því og tók að búa sér til annan sjálfur. í árs-
byrjun 1610 tók hann að horfa í hann og lukust þá upp
fyrir honum altar dásemdir himnanna.
Fyrst gaf að líta tunglið með brunagigum þess, fjöllum
og dölum, og þá kom í Ijós, að það sneri jafnan sömu hlið-
inni að jörðu. Þá gaf að líta reikistjörnurnar; en þeirra
merkust og stærst var Júpíter, og það, sem meira var, hann
gaf manni ofurlítið sýnishorn af sjálfu sólkerfinu, þvi að
umhverfis hann runnu 4 smáhnettir, 4 tungl, sem Galilei
tókst að uppgötva með stjörnukíki sínum. Þar með voru
þó ekki færðar fullar sönnur á, heldur aðeins líkur fyrir
réttmæti Kopernikusar-kenningarinnar. En hvað var þá um
reikistjörnur þær, er runnu fyrir innan jarðbrautina milli
jarðar og sólar, þær Merkúr og Venus? Merkúr var ekki
vel unnt að athuga, af því að hann var svo nærri sól, en
Venus? — Venus gat verið sjálflýsandi, og þá átti húnjafnan
að sjást sem lýsandi kringla, en það gerði hún ekki. Væri
hún ekki sjálflýsandi, en hreyfðist á aukabaug, eins og Ptole-
maios hafði kennt, þá átli hún aldrei að geta sýnt nema
hálfa kringlu sína allýsta. En ef hún, eins og Koperníkus
hafði haldið fram, snerist i kringum sólina, líkt og tunglið
snýst í kringum jörðuna, þá áttu bæði Merkúr og Venus
líkl og máninn að sýna kvartilaskipti, vaxandi, fullt og
minnkandi »tungl«. Og þetla sýndi nú einmitt Venus, þegar