Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 14
«
14
2 x 1027 tonn. Út frá hvaða reikistjörnu sem vér göngurn,
kemur nákvæmlega það sama út um þyngd sólar, nema
hvað ofurlitlu skeikar, þegar gengið er út Irá Merkúr. En
þetta sýnir, hversu nákvæmt og rétt Newtons lögmál er,
enda hefir það nú í nærfellt hálfa þriðju öld reynzt svo
máttugt til þess að leysa úr öllum helztu gátum alheims-
viðáttunnar, og aðdrátturinn hnalta i milli þótt svo augljós
staðreynd, að engum hefir dottið í hug að efast um þetta.
t*ví furðulegra er, að menn nú skuli fara að halda þvi fram,
að þyngdarlögmál Newtons sé ekki nógu nákvæmt, og að
það sé allsendis óvíst, að nokkur aðdráttur sé til.
Um aðdráttaraílið vildi Newton sjálfur ekkert fullyrða,
enda þólt sumir lærisveinar hans væru óragir á að telja það
efniskennt. Sjálfur komst hann svo að orði í bréfi einu til
Bentley’s: — »Menn tala stundum svo, sem aðdrátturinn
væri áskapaður sjálfu efninu og ein aðaleigind þess. En
eignið mér ekki þá tilgátu, þvi að ég þvkist alls ekki þekkja
orsök aðdráttarins. ... Aðdrátturinn hlýtur að stafa af ein-
hverju afli, er starfar í sífellu samkvæmt ákveðnum lögmál-
um, en ég hefi lagt það á vald lesenda minna að ihuga,
hvort afl þetta sé efniskennt eða óefniskennt«. y
5. Trúarskoöun Newtons. í einhverju svip-
uðu sambandi og þessu mun Newton hafa mælt hið mikil-
láta orð: Hypotheses non fingo! (Ég bý ekki til tilgátur!) Og
þó gerði hann þetta. Hann kom meira að segja fram með
tilgátur, sem voru næsta víðtækar og jafnvel trúarlegs eðlis.
Éví að þegar hann tók að virða alheimsviðáttuna fyrir sér
og það hið mikla samræmi, sem virtist eiga sér stað í henni,
þá fylltist hann hvorutveggja í senn, ótta og aðdáuu, —
ótta við það, að hann sá ekki, hvar guð væri að finna i
þessari mildu auðn, sem himingeimurinn virtist vera; en á
hinn bóginn aðdáun á því, hve öllu virtist þar vel niður-
raðað. En þar komum vér að heims- og trúarskoðun New-
tons, sem helzt er að finna í Scholium generale í »Principia«.
Hann nálgast þar að sumu leyti Einstein og hans kenningar
um, að allt sé hvað öðru afstætt, en hverfur svo frá því
aftur yfir í þá fullyrðingu, að til sé algerður timi og rúm
og að öll hin visdómslega niðurröðun stafi frá guði.
Newton telur það rangt hjá almenningi að ætla, að hinar
skynjuðu tímalengdir, rúm, staðir og hreyfingar i rúminu,
séu al-réttar. Menn ákveði þetta allt með því, að miða við
hina skynjuðu hluti, sem sjálfir séu á hreyfingu. En ekki er