Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 19
19
og umferð Ijóssins um »hið takmarkaða og þó óendanlega«
rúm himingeimsins.
Ef menn nú vilja kynnast afstæðiskenningu Einsteins að
nokkru, er rétt að reyna að kynnast fyrst tildrögunum að
»hinni takmörkuðu afstæðiskenningu«, er hann kom fram
með 1905, og síðan »hinni almennu afslæðiskenningu«, er
hann kom fram með 10 árum síðar, 1915.1)
Tilraunir IVIiclielsoiis. Tilefnið til hinnar
takmörkuðu afstæðiskenningar Einsteins var það, að menn
vildu reyna að finna hinn fastákveðna hraða jarðarinnar um
ljósvakahaf himingeimsins.
Eins og menn kannske muna, hélt Newton því fram, að
þótt allt kynni að vera á fleygiferð í himingeimnum i næsla
námunda við oss og þess vegna hvað öðru afstætt, væri ef
til vill unnt að finna einhverja fasta eða »frumstæða staði«
að miða við milli hinna svonefndu fastasljarna eða jafnvel
fyrir utan þær. Nú vitum vér, að allar þessar »fastastjörnur«
eru lika á hreyfingu, þótt hennar gæti lítið héðan frá jörðu,
og yfirleilt er engan fastan punkt að finna i himingeimnum,
sem allt annað verði miðað við. En þá er annað, sem New-
ton vildi raunar ekki kannast við, af því að hann hélt, að
Ijósið bærist með smáögnum, er streymdu út frá ljósgjafan-
um; — milli hnattanna í himingeimnum getur legið lygnt
og tært Ijósvakahaf, er Ijósið berst um sem bylgjuhreyfing
og hnetlirnir renna í; en þá ætti að vera unnt að mæla
hraða hnattanna um þetta ljósvakahaf með því að sjá,
hverju munar, er þeir fara með og á móti ljósinu. Nú fer
Ijósið, eins og kunnugt er, með því sem næst 300.000 km.
hraða á sekúndu. Ef nú jörðin færi með 1000 km. hraða
nm þetta Ijósvakahaf, ættu ljósmælar að sýna 301.000 km.
hraða á sek., ef jörðin færi móti Ijósinu; en 299.000 km.
hraða, ef hún færi með þvi. Nú eru ljósmælarnir orðnir
svo nákvæmir, að það má finna þótt ekki sé nema 1 km.
mun með þeim.
Sá, sem fyrstur gerði tilraun með þetta, var Michelson,
eðlisfræðingur við Chicago-háskóla, árið 1887. Tilfæringarnar
1) Þeir, sem kynnu nð vilja kynna sér hina fræðimannlegu lýsingu
Rinsteins sjAlfs á pessu, lesi helzl: .4. Einslein: Úber die spezielle
und die allgemeine RelativitStstheorie. (Sammlung Vieweg,
Heft 38, 9. Aufl. 1920). Sjálfur ræður liann eðlisfræðingum og stærð-
fræðingum að lesa: H. Weyl: Raum, Zeit, Materie (1918).