Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 26
26
hugari 0, á livaða hrcyfingu, sem hann annars kann að vera,
kemst að raun um, að ljósið hreyfist með sama jafna hraða
i allar áttir út frá honum, þá mun og annar athugari, sem
hreyfist eflir hnillínunni x með sama jafna hraða, v, með
tilliti til 0, finna, að ljósið breiðist út frá honuin með sama
jafna hraða, c, i alíar áttir, svo fremi sem hann notar fyrir
sínar athuganir hnitlinur, er standa í sambandi við hnitlinur
hins athugarans, eins og likingin (B) mælir fyrir.
Þetta er merking sú, sem Einstein sjálfur lagði i líkingar
þessar 1905. Likingarnar voru þá þegar fundnar fyrir 10
árum. Lorentz hafði fundið þær 1895, er hann var að utskýra
tilraunir Michelson’s. Áttu þær að Iita þannig út, eins og
raun bar vitni, fyrir athugara, sem væri á jafnri hreyfmgu
um Ijósvakann með hraðanum v, og athugara, sem héldi
kyrru fyrir. Þvi eru þessar ummyndanir úr einni likingu i
aðra nefndar Lorentz transformationir. Pað, sem Einstein
bætti við 1905, var ekki njdt likinga-kerfi, heldur ný túlkun
á gömlum líkingum. Eftir hans skilningi gátu likingarnar
átt við alla athugara, á hvaða hreyfingu, sem þeir væru, ef
aðeins innbyrðis hreyfing þeirra hefði hraðann v. Lorenlz
hafði lika litið á t sem hinn sanna tíma, en ti sem ein-
hvern handahófstíma. En Einslein hélt því fram, að hvort-
tveggja tímamatið væri jafnrétt, ef timamat þess, sem væri
á hreyíingu, heTði engin áhrif á fyrirbrigðin sjálf.
En nú mun rétt að reyna að gera sér grein fyrir tima-
rúmi Einsteins, að svo miklu leyti sem unnt er að gera sér
grein fyrir því i almennum orðum.
13. Tímarúmiö fervítt tsamfelldi. Venjulegast
tökum vér timann sér og rúmið sér og höldum þessu að-
greindu. Vér bæði skynjum og hugsum rúrnið sem þrívitt
rúm með þrem hnitlínum, x, y og z, sem standa hornrétt
hver á aðra; táknar x t. d. linu frá norðri til suðurs, y línu
frá austri til vesturs, og z er þá lóðrétt lína, er gengur þráð-
beint upp og niður. Má þá ákveða legu hvers hlutar í rúm-
inu með því að segja, að hann sé svo og svo mörg fet til
norðurs, svo og svo mörg fet til austurs og svo og svo mörg
fet yfir sjávarmál frá þeirn stað, sem vér göngum út frá.
Með því er lega hans ákveðin á því augnabliki. En nú getur
hluturinn færzl úr stað frá einum tima til annars eða verið
að hreyfast í sífellu úr einum stað í annan — og í raun
réltri eru allir hlutir á hreyfingu urn himingeiminn — og
þá kemur timalinan til greina sem einskonar fjórða vídd, er