Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 29
29
Annan möguleikann, er gerði ráð fyrir, að afstæðiskenn-
ingin í sinni upprunalegu mynd væri rétt, rannsakaði Ein-
stein sjálfur og raunar aðrir merkir vísindamenn líka.
Reyndi hann að samræma Newtons lögmál afstæðiskenning-
unni svo, að allt kæmi heim. En niðurstaðan varð sú, að
sólnándardepill Merkúrs átti aðeins að flytjast um V6 af ÞV).
sem hann flytzt i raun og veru, svo að þetta gat ekki
heldur verið rétt.
Pá var þriðji möguleikinn eftir, þar sem gera mátli ráð
fyrir ýmsum skýringar-tilraunum öðrum. Einstein reyndi
ýmsar, en lokaði smámsaman allar þær skýringar-tilraunir
úti, er komu i bága við tvennt, sjálft afstæðis-hugtakið og
hið svonefnda jafnhæfis-hugtak jœkvivcilens-princip), sem nú
verður að gera nánari grein fj'rir.
14. Jafnliæfis-htig'talíiö. Megininntak þessa
hugtaks er það, að það, sem vér i daglegu tali nefnum
aðdrátt (gravitalionj, sé í raun réttri ekki annað en eins-
konar h r a ð a u k i (accelerationj.
Oss hefir verið kennt það frá barnæsku, að eplið hans
Newtons, likt og aðrir þungir hlutir, félli til jarðar af því,
að svonefnt »aðdráltarafl« leitaðist við að draga það inn að
miðbiki hennar. Enda þólt slikur aðdráttur ætti sér nú stað
í raun og veru, þá væri þessi fullyrðing þó ekki í öllum til-
fellum rétt. Allir, sem hafa ofurlitla nasasjón af eðh'sfræði,
vita, að eplið verður fyrir tvennskonar áhrifum samtímis,
svonefndum aðdrætti inn að miðdepli jarðar, og svonefndu
miðflóltaafli, er virðist stafa af möndulsnúningi jarðar. Ef
jörðin snerist 17 sinnum hraðar en hún nú gerir um sjálfa
sig, myndu hlutirnir elcki falla til jarðar, heldur snúast í
kringum hana við rniðjarðarlínuna, og íbúar á norðurhveli
jarðar gætu þá skýrt »fall« þetta með »fráhrindingarafli«
Norðurstjörnunnar eða því liku. Ef jörðin snerist enn miklu
liraðar um sjálfa sig, myndu allir hlutir fleygjast þráðbeint
út frá miðjarðarlínunni og mælti þá líta á þetla sem afleið-
ingu af fráhrindingarafli jarðarmöndulsins. það Iítur því út
fyrir að þetta »fall« þungra hluta sé einhverskonar afleiðing
af hraða og lýsi sér í sívaxandi hraða.
Dæmi þessi æltu og að gera mönnum skiljanlegt, að auð-
veldlega má blanda þvi, sem nefnist hraðauki, saman við
það, sem nefnt hefir verið miðsóknar- og miðflóttaafl. Því
var það, að Einstein orðaði jafnhæfis-hugtak silt á þessa leið:
»Flölur með jajnri aðdráttarorku, hvar sem er í rúminu,