Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 33
33
Hann sýnir oss nýtizku lyftu og býður oss að setjast inn
í hana.
Hugsum okkur nú, að stofan, sem við sitjum i, sé lyfta.
Undirlagið, sem hún hvílir á, brestur allt i einu, og við för-
um öll að hrapa með sivaxandi hraða. En kærum okkur
kollólt og gerum lyftuna að rannsóknarstofu okkar. Flest
þau lögmál, sem við þekkjum úr eðlisfræðinni, eru enn i
góðu gildi, nema eitt, þyngdarlögmál Newtons, það kvað
vera eitthvað ónákvæmt.
Ég held á epli í hendinni og ætla að reyna að láta það
detta. En það detlur ekki, getur nefnilega ekki dottið hraðar
en það þegar dettur, — þið munið nefnilega, að við og allt,
sem í lyftunni er, er að hrapa með síauknum hraða, og þvi
virðist eplið vera kyrrt við hendina á mér.
Sagan um Newton og eplið endurtekur sig ekki hér, eplið
dettur alls ekki inni í hrapandi lyltunni frekar en þið og
alll annað, sem í henni er. Krafturinn, sem virtist toga
eplið til jarðar, er fallinn burt — horfinn! Og okkur sjálfum
virðist nú öllu eðlilegra að vera i lyftunni og vera alltaf að
hrapa en þótt við sætum í ró og næði uppi á yfirborði
jarðar og létum frumeindasláttinn í iljar okkur halda okkur
uppi þar.
Eða hvort er eðlilegra, að standa á jörðunni eða að hrapa
svona í lyftunni? Hvorttveggja virðist jafn-eðlilegt. Þelta eru
tvö andstæð sjónarmið, tvær ólikar myndir af tíma og rúmi
og i raun réttri báðar jafn-sannar eða ósannar. Okkur finnst
meira að segja, að við sitjum kyrr í lyftunni, en að allt
annað hringinn í kringum okkur þjóti upp á við með vax-
andi hraða. Þegar við stöndum á jörðunni, eru það aftur á
móti frumeindir liinna hörðu efna, sem halda okkur uppi
með því að slá hart og tílt í iljar okkar. En þegar við
sitjum í lyftunni, losnum við við þetta ónæði og höfum þá
ánægju, »að sitja kyr á sama stað og samt að vera að
ferðast«.
En nú kemur enn nokkuð skrftið fyrir. Einstein lætur
setja krók i lyftuna að ofan og bregður í hann nógu sterk-
um kaðli og fer svo að láta toga hana með vaxandi hraða
upp á við. Þá bregður skjótlega við, eplið dettur til jaiðar,
við finnum til viðspyrnu fótanna við gólfið og okkur finnst
að allt í kringum okkur sé farið að hrapa niður á við Við
skýrum þetta svo, sem aðdráttarafl jarðar eða annars bnatlar
5