Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 36
II. Smáheimar efniseindanna
1. Eindakonning Dpmokrits. Næst þvi að
athuRa hugmyndir manna um tíma og rúm, svo og afl það,
er virðist halda hlutunum saman og hnöttunum á brautum
sínum, liggur nú að athuga efni það, sem í hlutunum er,
og hvernig því er háttað.
Því nær eina kenningin úr heimspeki Grikkja, sem hefir
átt þvi láni að fagna að lifa fram til vorra daga, er einda-
kenning Demokrits (f. um 460 f. Kr.). Hann hélt þvi fram,
að allt efni myndi vera orðið til úr ósýnilegum frumeindum
fleiri eða færri tegunda. Þessa frumparta allra efna nefndi
hann atom (ódeili), en höfuðatriði kenningar hans voru
á þessa leið:
1. Úr engu verður ekkert; og ekkert, sem til er, verður að
engu. Oll breyting er aðeins tenging og greining efnisparta.
2. Ekkert verður af tilviljun, heldur er allt orsökum háð
og orsakanauðsyn.
3. Ekkert er til nema atómin og hið tóma rúm, allt annað
er heilaspuni.
4. Atómin eru óendanlega mörg og óumræðilega margbreytt,
í hinu eilifa faili sinu um hið óendanlega rúm stej’ta
stærri atómin, sem falla hraðar, á hin minni; hliðar-
hreyfingar þær og sveipir, sem þannig verða til, eru
upphaf heimsmyndunarinnar. Ólölulegir heimar verða
til og farast hver á fætur öðrum og hver við hliðina
á öðrum.
5. Mismunur hlutanna stafar af mismun atómanna, sem
i þeim eru, og fer eftir tölu þeirra, stærð, lögun og legu;
að öðru leyli en þessu eru atómin ekki hvert öðru frá-
brugðin. Þau hafa engin »innri ástönd« og orka hvert
á annað aðeins fyrir þrýsting og hrindingu.
6. Sálin er orðin til úr fínum, gljáum og ávölum atómum,