Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 40
40
bylgjuhreyfingum i ljósvakanum. En brátt rak að því, að
menn fóru að ætla, að rafmagnið væri og tengt eða bærist
með einhvers konar smáeindum.
55. Fareinclir. Pegar rafmagnsstraumi er hleypt
gegnum vatn eða upplausn af salti, sýru eða lútarefni, leys-
ast efnasamböndin upp þannig, að málmurinn eða vatns-
efniseindin, ef aðeins er um vatn að ræða, hverfur að bak-
skautinu (katódanum), en hinn hluti efnasambandsins að
framskautinu (anódanum). Báðir hlutar sameindar þeirrar,
sem þannig heíir sundrazt, ern hlaðnir rafmagni, fradrægu
eða viðlægu, á meðan þeir fara um vökvann, og virðist raf-
magnið tengt smáeindum, er bundizt hafa efniseindunum og
leiða þær um vökvann, hverja að sínu skauti. Eru þessar
rafmögnuðu eindir nefndar fareindir (ionar) á leið sinni um
vökvann, en efnarásin sjálf rafvökvaupplausn (elektrolyse).
Efnarás þessa skýrði hinn frægi þýzki eðlisfræðingur Helm-
hollz á þá leið (1881), að til myndu vera ennþá smærri
eindir en frumeindir efnanna, viðiægar (pósitívar) og frá-
drægar (negatívar) rafmagnseindir, sem gætu tengzt efnis-
eindunum og jafnvel tengt þær hverja annari og leilt þær
eftir ákveðnum brautum.
Nú hafði Maxvell haldið því fram, að rafmagnið, líkt og
Ijósið, væri bylgjuhreyfing í Ijósvakanum. Hvernig kom það
nú heim við þessa staðhæfingu Helmholtz, að það væri
bundið smáeindum? Gat það verið hvorttveggja eða þá sínu
sinni hvað? Hér virtist einhver mótsögn vera á uppsiglingu,
er leysa varð úr með einhverju móti.
Það hlotnaðist Hollendingnum H. A. Lorenlz, einhverjum
hinum frægasta eðlisfræðingi siðari tima, að fella burtu mót-
sögn þessa með rafeindakenning sinni (1892). Lorentz sýndi
fram á, að allar verkanir rafmagnsins innan efniskenndra
hluta og þá einnig í rafvökvaupplausninni mætti skýra með
því, að rafeindir væru þar á ferð og tengdust efniseindunum;
aftur á inóti mætti skýra allar fjærverkanir segulmagns, raf-
magns og ljóss með bylgjuhreyfingum í ljósvakanum, en
þetta stæði aftur i nánu sambandi hvað við annað. Raf-
eindin, hvort sem hún væri i hvíld eða á hreyfingu, stæði
í hinu nánasta sambandi við Ijósvakann og gæti ýmist sjálf
með sveitluhreyfingum sinum vakið samskonar sveifluhreyf-
ingar i honum, eða tekið sjálf við sveifluhreyfingum frá
honum, eins og bezt mætti sjá á hinni svonefndu litsjár-
könnun.