Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 41
41
6. Innsog ogf litvarp. Þegar Fraunhofer 1814
uppgötvaði þær hinar dökku rákir í litrófinu, sem við hann
eru kenndar, vissu menn ekki lengi vel, hvað þær áttu að
merkja. En er þeir Bunsen og Iíirchhoff um 1860 höfðu
skýrt þetta á þá leið, að glóandi efnisgufur soguðu í sig ljós-
sveiflur þær, er samsvöruðu eindaslætti þeirra, og skildu þar
því eftir dökkar rákir í litrófinu, þólti þetta skýrt. Og eins
voru þá hinar Ijósu rákir í litrófinu skýrðar með þvi, að
Ijóssveifiur hinna glóandi efna næðu til manns óhindrað alla
leið, væri varpað út til manns tálmunarlaust frá ljósgjafan-
um. En nú gera sömu efni ýmist að sjúga í sig eða senda
frá sér fleiri en eina tegund geisla. Natrium sendir þannig
frá sér, sé það glóhitað, eina eða tvær línur í gulu, lithium
tvær línur í rauðu, kalíum eina í rauðu og aðra í fjólubláu
o. s. frv., og ef til vill senda frumeindirnar frá sér eða sjúga
í sig heil línukerfi, sem menn alls ekki sjá. I3að getur því
ekki verið frumeindin sjálf sem heild, sem lireyfist á svo
mismunandi hátt, heldur hlýtur að vera eitthvað á ferð og
flugi innan í henni sjálfri, sem gerir það að verkum, að hún
ýmist sýgur i sig eða sendir frá sér ljóssveiflur þessar. Og
Lorenlz gat þess einmilt til, að þetta væru örsmáar eindir
inni i sjálfum frumeindunum, er hefðu þenna mismunandi
sveifluhraða. Eins voru brátt færðar sönnur á, að til væru
örfínar sveifluhreyfingar, ósýnilegir geislar, sem aðeins kæmu
í ljós, þegar sérstaklega stæði á, og spryltu þá sennilega af
sveiflum örsmárra einda innan i sjálfum frumeindunum.
Englendingurinn Sir William Crookes færði þegar nokkrar
líkur fyrir þessu í bók, sem hann nefndi Radiant matter
(geislandi efni) 1879. Lýsti hann þar tilraunum nokkurum,
sem hann hafði gert og virtust benda á, að efnin væru ekki
einungis til í föstu, fljótandi og Ioftkenndu ástandi, heldur
og í svonefndu »fjórða ástandi«, sem geislandi efni. Hann
hafði búið til lofttæmd glerhylki (svonefnd Crookes-hylki),
brætt inn í þau tvö andstæð rafmagnsskaut og málmplötu
andspænis bakskautinu. Hleypti hann svo rafmagni inn í
hylkin. En þá kom það i ljós, að út frá bakskautinu /kato-
danumj stöfuðu geislar, sem því voru nefndir katóda-
geislar. Stafa þeir þráðheint út frá skautinu, en sjást ekki
fyr en þeir skella á veggjum hylkisins eða málmplötunni
andspænis. Þá fer blágrænt geislaflog um hjdkið og platan
sendir jafnvel frá sér aðra tegund geisla, svonefnda X-geisla,
sem þó ekki fundust fyrir víst fyr en 16 árum siðar. Crookes
6