Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 43
43
geislunum og voru svo margfalt létlari en iéttasta efnis-
eindin, hvort átti heldur að lita á þær sem afleindir eða ör-
smáar efniseindir? Þetta hefir, eins og gefur að skilja, gagn-
gerð áhrif á heimsskoðun vora, þvi að undir svarinu er
komið, hvort vér verðum að telja upprunalegra, afl eða efni,
einkum þó, ef það sýnir sig við nánari rannsókn, að raf-
eindirnar mynda uppistöðuna í sjálfum efniseindunum.
Hver eru aðaleinkenni efniskenndra hluta? í da>>legu tali
segja menn, að það sé útþensla þeirra og þyngd, en á
fræðimanna máli, að það sé »massi« þeirra, og að hann sé
mældur með tregðunni gegn því að láta hreyfast, ef hlutur-
inn liggur kyr, og tregðunni til að stöðvast, ef hann er á
hreyfingu. Nú kom það undarlega í ijós hjá rafeindunum,
að »massi« þeirra var ekki jafnan sá sami, heldur jókst
hann með vaxandi hraða. Rafeindirnar i bakskautsgeislunum
fara þetta með 30.000 til 100.000 km. hraða á sekúndu, en
eftir því sem hraðinn eykst, eykst og massi þeirra eða tregða
gegn því að iáta stöðvast. Af þessu leiðir þá óbjákvæmilegu
ályktun, að það sé ekki »efnisþyngd« rafeindarinnar, sem sé
frumstæðasti eiginleiki hennar og undirslaða alls annars,
heldur leiði þyngd hennar eða massa af hraða hennar og
rafmagnshleðslu. »Massinn« er því afleiðing, en ekki orsök;
hann er, eins og Þjóðverjar myndu nefna það — »scheinbare
Masse«, en ekki upprunalegur. —
Enn höfum vér ekki fengið tækifæri til að skyggnast inn
í sjálfa efniseindina og sjá, hvers eðlis hún er. Því kynn-
umst vér fyrst, er vér komum að rannsókn hinna geislandi
efna. En þá gefur lika að líta furðulega hluti, þvi að þá
kemur það i Ijós, að efniseindirnar eru ekki fullar af efni,
eins og menn áður héldu, heldur eru þær orðnar til úr
fómum rafeindum, fleiri eða færri viðlægum rafeindum eða
öllu heldur öreindum, er mynda hinn örsmáa kjarna með
svo og svo mörgum rafmagnshleðslum, og jafnmörgum frá-
drægum rafeindum, er snúast með feiknahraða í misvíðum
brautum líkt og reikistjörnur í kringum kjarnann. Ef þessu
er nú í raun réltri þannig farið, þá eru efniseindirnar ekki
annað en skipulagsbundin kerfi rafeinda og þá er það i raun
réltri aflið, en ekki efnið, sem er upphaf alls. — En höld-
um nú áfram frásögn vorri.
O- X-g-eiwlar. Siðla á árinu 1895 tóku að berast
undarlegar fregnir frá Þýzkalandi. Þýzkur eðlisfræðingur,