Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 44
44
W. K. Röntgen, hal'ði fundið nýja tegund geisla, er hann
nefndi X-geisla, en aðrir nefndu eftir honum sjálfum.
Geislar þessir voru og framleiddir i Crookes-hylkjum. Ef
bakskautið var utbúið eins og ofurlitil skál, þannig að ka-
tóda-geislarnir, sem frá þvi stöfuðu, mynduðu eins og odd-
fylkingu, er lenti á platinu-þynnu andspænis bakskautinu,
þá laukst þar upp í hálfboga eins og útbreiddur blævængur
af X-geislum. Geislar þessir voru lílt orkuþrungnir og létu
ekki sveigjast, þótt segull væri borinn að þeim, en það var
vottur þess, að þeir voru al-óefniskenndir. t*eir voru aftur á
móti ákaflega finir og líðni þeirra eða sveifluhraði mikill.
Peir höfðu áhrif á ljósmyndaþynnur, gátu smogið föst, ó-
gagnsæ efni eins og þunnar málmplötur og þykka viðar-
planka. Peir voru því
notaðir til að Ijósmynda
5’mislegt, er ekki sást á
yfirborði hlutanna. Ef
slíkum geislum var stefnt
á mann, mátti ljósmynda
alla beinagrind hans.
Komu beinin þá í ljós
sem dökkar rákir, en
vöðvarnir sem skuggar
eða hálfskuggar. Innýfli manna, maga og garnir, mátti
og Ijósmynda, ef vismút eða öðrum málmkenndurn efnum
var veitt inn i liffærin. Margir kannast nú við þessar Rönt-
gen-myndir, sem svo mjög eru notaðar í þarfir læknisfræð-
innar. Pað er aflur á fárra manna vitorði, að geislar þessir
hafa á síðari árum verið notaðir til að ljúka upp leyndar-
dómum frumeindanna og .mæla rafmagnshleðslu þeirra, eins
og siðar rnun sagt verða. Þeir eru stundum nefndir hátíðnis-
geislar, af því að sveifluhraði þeirra er svo mikill og bylgju-
breidd þeirra svo litil, að þeir geta smogið allt.
ÍO. Beoqixerel-g-eisslai*. Nokkurum mánuðum
eftir, þ. 24. febr. 1896, fundust geislar svipaðir þessum, sem
einnig luku upp fyrir oss smáheimum efniseindanna og voru
i fyrstu kenndir við manninn, sem fann þá. Becquerel,
franskur eðlisfræðingur, lók þá eftir því, að þyngsta frum-
efnið, úranium, stafaði frá sér geislum, sem höfðu áhrif
á ljósmyndaþynnuna. Vefði hann ögn af efni þessu inn í
svartan ógagnsæjan pappir og legði þetta undir plötuna,
2. mynd. X-geislan í Crookes-hylki
:
c