Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 45
45
kom dauf ljósmynd á plötuna af því, sem þar var í milli.
Um upptök og eðli geisla þessara vissu menn að svo komnu
ekkert. En það kom brátt i Ijós, að úraníið gerði alla hluti
og eins loftið í kringum sig leiðandi fyrir rafmagni. Það af-
hlóð líka rafmagnssjána (elektroskopið), ef hún var í nánd
við það og því mátti fara að mæla styrkleika slíkra geisla.
Ekki hafði segull áhrif á þá og því virtust þeir óefniskenndir,
eins og X-geisIarnir. Þeir komu helzt í Ijós hjá þyngstu
frumefnunum, úranium og thorium, en þau komu
helzt fyrir i jarðbiksblöndu, er fundizt hafði i Joachimsdal i
Bæheimi. Seinna kom i Ijós, að þetta voru sömu geislar og
siðar hafa verið nefndir gammageislar (sjá 12. gr.).
11. Greislandi efni. Nú tóku menn í ákafa að
rannsaka jarðbiksblöndu þessa og mæla geislamagn efna
þeirra, er í henni fundust. Voru það hjónin, eðlisfræðingur-
inn Pierre Curie, og þó einkum kona hans, Marya Curie,
er tókust rannsókn þessa á hendur. Tóku þau hrátt eftir
því, að geislanin stafaði frá efnunum sjálfum, úranium og
thorium, en ekki frá efnasamböndum þeim, er þau fundust
í. En svo varð frú Curie var við sterkari geislan en stafað
gæti frá þessum tveim efnum, og benti það á návist annara
geislandi efna. Fann hún þá brált efni, er hún nefndi po-
lonium, eflir föðurlandi sínu, og var ekki mjög geislandi.
En svo fann hún loks efni, er hún nefndi radium og bar
nafn með rentu — »geislaefnið« — því að i hreinu áslandi
var geislan þess allt að tveim millión sinnum sterkari en
hjá sömu þyngd af úraníi. Á þessu efni mátti nú rannsaka
alla geislanina, og það varð nú aðalrannsóknarefni hennar
og annara. Síðan fann bæði hún og aðrir önnur geislaefni, svo
sem aktinium ogjonium, ra di o t h or i u m, meso-
thorium o. fl., auk ýmissa annara efna, er geisla aðeins
stutta slund og breytast þá jafnframt úr einu í annað.
13. Radium-rannNÓlrnir. Um og eftir 1900
flyzt rannsóknin á geislaefnuin þessum yfir í hinn ensku-
mælandi heim. Urðu það einkum þeir Rutherford og Soddy
— þá í Montreal í Kanada — sem lögðu stund á þessar
rannsóknir. Rutherford tók að greina í sundur geisla þá,
sem efni þessi senda frá sér, rannsaka skyldleika efnanna
sjálfra og sýna fram á, hvernig þau breyttust úr einu í ann-
að, og loks kom hann, 1911, fram með þá kenningu um
gerð frumefnanna, sem nú þykir sönnu næst.