Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 46
46
Skal nú sagt nokkuru nánar frá öllu þessu og mun þá
bezt að byrja á greiningu geislanna, en víkja síðan að um-
myndun efnanna úr einu í annað, og loks að frumeinda-
kenningu Rutherfords.
Ef menn láta ögn af radium-klórid i blýbolla, einkum þá
tegnnd radiums, er nefnist radium C, fer það þegar að stafa
frá sér geislum. Beri menn segul að geislum þessum, kemur
i ljós, að hér er um þrjár tegundir geisla að ræða, svonefnda
alphageisla (a), cr sveigðust til vinstri, er segul var beint að
þeim, betageisla ((}), er sveigðust mjög til hægri, og gamma-
geisla (y), sem alls ekki létu sveigjast af segulnum og virtust
því al-óefniskenndir. Rutherford fann alj)ha- og betageislana
1899, en Villard gammageislana skömmu siðar. f alphageisl-
, ; , unum sýndu sig við nánari rannsókn
að vera heliums eindir, hlaðnar við-
lægu rafmagni, en helium er næst-
léttasta frumefnið með eindaþungan-
um 4; fóru þær með allt að 20.000
km. hraða á sekúndu, en ekki mjög
langt, 3-9 cm., áður en þær misstu
rafmagnshleðsluna. í betageislunum
voru rafeindir, hlaðnar frádrægu raf-
magni, er fóru þetta með 30.000 til
/3
3. mynd. Radium-geislan. 150.000 km. og jafnvel allt að því
Ijóssins hraða og gátu borizt langar
leiðir. En gammageislarnir sýndu sig að vera algerlega efnis-
vana, ein tegund X-geisla, með enn meiri sveifluhraða þó,
svonefndir hátiðnisgeislar. Hér var þá sýnt, að ein frumeind
radiums leystist upp i 1 frumeind heliums, nokkurar raf-
eindir og óefniskennda geislaorku.
13. I Immyndnn frumeína úr einu í annað,
Þeir Rutherford og Soddy og ýmsir fleiri héldu nú rann-
sóknum þessum áfram og komust hrátt að raun um, að
með geislan þessari væri nokkur hluti hinna geislandi efna
að breytast í önnur efni, er einalt voru léttari en hin fyrri.
Ef alphaögn geislaði burt, léltist efnið þegar um 4 einingar,
og þurftu þá þegar 2 hetaagnir og gammageislar að geisla
út samtímis eða rétt á eflir; en við þetta smáléttust efnin
og breyttust um leið úr einu í annað, þangað til komið var
alla leið niður að blýi. Pá hætti geislanin, enda þá ekki
lengur um neina ummyndun frumefnanna úr einu í annað
að ræða.