Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 48
48
Tafla þessi sýnir, hvernig efnin brej'tast úr einu i annað
og at hverju þau breytast svo. Ef efnið stafar frá sér alpha-
ögn (a), færist það niður um 2 sæti i röðinni og léllist um
4 einingar; stafi það einungis frá sér beta- og gammageislum
//5, y), heldur það sömu eindaþyngd og áður og flytzt jafn-
vel upp um 1 sæti. Efni, sem hafa sama nr., skipa sama
sæti í röðinni og nefnast samsæt (isotop); þau hafa ná-
kvæmlega sömu kemisku eiginleika og verða ekki aðgreind
nema með rannsókn á geislan þeirra.
Sum hinna geislandi efna, eins og thorium, aktinium og
radium hafa útflæði (emanaiion), er gerir alla þá hluti,
sem i kringum þau eru, lýsandi. Geislandi frumeindir geta
og setzt á hlutina og setið þar um skemmri eða lengri tíma.
Rutherford tók fyrst eflir útflæðinu hjá thorium, þá hjá ak-
tinium og loks hjá radium (árið 1900). Útflæðið er oft mikil-
virkara en efnið sjálft, en eyðist fljótt og fýkur burt með
minnsta andblæ. Stafi það frá radium, er hálfvirðistími þess
3.8 dagar; stafi það frá thorium, er hann 78 sek., og stafl
það frá aktinium, er hann einar 3.9 sekúndur.
Allar þessar rannsóknir komu nú Rutherford á þá skoðun,
að hér væru frumefni að leysast upp eða öllu heldur að
breytast úr einu í annað. Og eftirtektarvert var það, að allar
þessar ummyndanir enduðu á óvirku, ógeislandi elni, blýi.
Hefði geislan þessi liætt 2 sætum neðar i frumefna-röðinni,
þá hefðu öll þessi efni orðið að gulli, og þá hefði draumur
gullgerðarmanna á miðöldum rætzt. En engin ráð hafa enn
fundizt til þess að sundra frumefnunum frekar en á sér stað
í sjálfri náttúrunni, nema hvað Rutherford lókst síðar, eins
og sýnt skal verða, að sundra efniskjörnum einstöku léttari
frumefna, eins og köfnunarefnis og súrefnis, með því að
grýta þá með alphaögnum. Þetta hefir þó að svo komnu
aðeins fræðilega þýðingu, en sýnir hinsvegar, hvað unnt
kunni að verða i framtiðinni. En nú mun mál til komið að
gera grein fyrir, hvernig Rutherford hugsar sér gerð efnis-
eindanna svona yfirleitt.
14. Prumeindakenningr Rutherfords. Eftir
margar og miklar tilraunir og athuganir á hinum geislandi
efnum, komst Rutherford að þeirri niðurstöðu (1911), að í
hverri frumeind efnisins mundi vera agnarsmár, en tiltölu-
lega þungur kjarni, er hann nefndi frum /proton); væri
hann hlaðinn viðlægu (positivu) rafmagni, en utan um hann
snerist í þrengri eða rýmri brautum rafeindir, er hlaðnar