Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 49
49
væru frádrægu fnegativuj rafnnagni, fleiri eða færri eftir þvi,
hve rafmagnshleðslur kjarnans væru margar; allt hitt i frum-
eindinni væri tómt rúm. Mætti þannig líta á hverja frumeind
sem ofurhtið sólkerfi, þar sem hinn pósitívt hlaðni kjarni
mjmdaði sólina, en hinar negatívt hlöðnu rafeindir reiki-
stjörnurnar umhverfis hana. Þegar frumeind Iejrstist upp af
sjálfu sér, missti hún eina eða fleiri alphaagnir úr kjarna
sínum, en það hefði sýnt sig að vera heliumseindir, hlaðnar
positivu rafmagni; en samtímis eða rétt á eftir, færu tvöfalt
fleiri betaagnir út af frumeindinni, en það væru rafeindir,
hlaðnar negatívu rafmagni, og ennfremur nokkur geislaorka
í líki gammageislanna, sem væru al-óefniskenndir. Sam-
kvæmt þessu væri frumeindin ekki annað en eining (eða
eind) skipulagsbundinna rafeinda utan um kjarna, er annað-
hvort væri orðinn til úr léttara frumefni eins og helium eða
þá úr kjarna léttasta frumefnisins, vatnsefnis, er þá bæri að
líta á sem öreind efnisins.
Kjnrnarannsóknir Moseley’s. Þess var
ekki langt að bíða, að hinar öflugustu stoðir rynnu undir
þessa tilgátu Rutherfords. Aðeins 2 árum siðar (1913) gerði
H. G. J. Moseley, sem verið hafði á tilraunastofu Ruther-
fords í Manchester, glæsilegar tilraunir, sem staðfestu að
mestu tilgátu Rutherfords, en samkvæmt þeim gat hann nú
raðað frumefnunuro niður eftir rafmagnshleðslu kjarnans.
Moseley féll í heimsstyrjöldinni aðeins 28 ára gamall, og var
það hinnymesti missir visindunum.
Moseley notaði betaagnir bakskautsgeislanna til þess að
grýta með hinar mismunandi tegundir frumefna. Stöfuðu
þau þá frá sér X-geislum eða öllu heldur örfínum gamma-
geislum, er siðar hafa verið nefndir kjarngeislar af þvi, að
þeir virðast stafa frá kjörnum frumeindanna og bera réttan
vott um rafmagnshleðslu kjarnans. Fer hraði eða tiðni þess-
ara geisla vaxandi eftir því, sem þyngd frumefnisins vex og
rafmagnshleðslum kjarnans fjölgar; má því telja rafmagns-
hleðslur kjarnans eftir tíðni geislanna. Kjarni léttasta frum-
efnisins, vatnsefnis, hefir 1 rafmagnshleðslu, næstléttasta frum-
efnisins, heliums, 2; þriðja léttasta frumefnisins, lithiums, 3
o. s. frv., alll upp í þyngsta frumefnið, úraníum, sem hefir
92 rafmagnshleðslur og er 92. í röðinni. Tala frumefnanna í
röðinni, eftir þyngd, ber því réttan vott um rafmagnshleðslur
þeirra hvers fyrir sig, og virðist mega álykta, að þyngdin sé
ekki annað en einföld afleiðing af rafmagnshleðslum kjarn-
7