Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 51
51
eða fram til 1900, að ef einhver öfl byggju með efninu sjálfn
eða hefðu áhrif á það, þá streymdi aflið, hverskyns sem
það væri, að eða frá í sífelldum, samfelldum straumi frá
svonefndu æðra starfsmarki (potentialiJ til þess lægra, eins
og þegar hita leggur úr heitara herbergi yfir í annað kald-
ara, þangað til orðið er jafn-heitt eða jafn-kalt í báðum. —
Lögmál þau, er þeir Maxwell og Faraday orðuðu um raf-
magn, segulmagn, Jjós og hita, útheimtu, að orka sú, er
streymdi að eða frá efniseind, færi sí-dvinandi; og eins mæltu
þessi sömu lögmál þannig fyrir, að orka, sem streymdi út í
geiminn, breyltist smámsaman í geislan með hverfandi smárri
bylgjulengd. Þetta voru hin svonefndu »klassisku lögmák
rafsegulfræðinnar. En allt frá aldamótum og fram til þessa
dags hefir það sýnt sig æ betur og betur, að þau eiga alls
ekki lengur við, þegar komið er niður i undirheima frum-
eindanna, þvi að þar er alls ekki að ræða um samfellt orku-
streymi, heldur um smástökk og smáskammta af orku, sem
frumeindirnar ýmist taka við eða láta frá sér fara. Kenning
sú, sem af þessu er risin og kennd er við Planck, pró-
fessor í eðlisfræði við háskólann i Berlín, er því nefnd
kvanta- eða skammtakenning.
Það, sem felldi Jögmál hinnar klassísku rafsegulfræði úr
gildi, voru tilraunir með svonefnda holrúmsgeislan. Hlufur
með holrúmi innan í sér var glóðhitaður. Ekkert tillit er
tekið til ljóss þess eða hita, sem streymir út frá yfirborði
hans, en Ijósið, sem byrgt er inni í holrúminu, er látið
stre^’ma út um lítinn skjá og greint sundur i liíi sína með
litsjá eða raðbeygju. Og þetta er það, sem nefnist holrúms-
geislan. Þetta er sú fullkomnasta geislan, sem til er. Enga
lili skortir og allir eru þeir full-mettir. Ekkert efni út af
fyrir sig hefir svo fullkomna geislan, þótt sum nálgist það;
þvi eru slikir líkamir nefndir »algeislungar«.
Raíl'ræði 19. aldar gerði nú ráð fyrir, að öll slík geislan
kæmi aðallega í ljós við útfjólubláa endann á litrófinu; en
nú kom það í ljós, að hún safnaðist aðallega saman við
hinn endann, rauða endann á litrófinu, og ekki kom geislan
þessi að neinu leyti heim við 19. aldar lögmálin.
Þá var það, að próf. Planck árið 1900, eftir þar til gerðar
lilraunir og athuganir, orðaði lögmál sitt um holrúmsgeislan
°g það, hvernig geislarnir skiptust niður á mismunandi liti í
h'trófinu. Ennfremur sýndi hann fram á, hvernig leiða mætfi
lögmál þetta út af rafsegul-lögmálum, er brytu algerlega bág