Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 53
53
i3að var sá munur á kenningu Rutherfords og Bohrs, að
Rutherford hélt, að rafeindirnar hreyfðust jafnan i sömu, þvi
naer hringlaga brautum, en Bohr, að rafeindirnar gætu
stokkið úr einni braut í aðra, ýmist að eða frá kjarna eftir
þvi, hvort þær gæfu frá sér eða tækju við fleiri eða færri
orkuskömmtum, og að brautirnar þá yrðu ýmist hringlaga
eða meira eða minna sporöskjulagaðar.
Einfaldasta dæmi þessa er vatnsefniseindin (sjá 4. mynd),
þar sem aðeins 1 rafeind snýst umhverfis kjarnann, en í
mismunandi, ýmist hringlaga eða sporöskjulöguðum brautum
nær eða fjær kjarna.
Kjarni vatnsefniseindarinnar, léttasta frumefnisins, er hér
um bil 1840 sinnum þyngri en rafeindin, sem um hann snýst,
og hann liggur k\’r í miðri frumeindinni, þótt rafeindin snú-
ist i kringum hann, rétt eins og sólin, sem ekki Iætur hrif-
ast neitt af snúningi jarðar umhverfis hana. Kjarni og raf-
eind draga hvort annað að sér, en þar sem kjarninn er
margfalt þyngri, liggur hann kyr, en rafeindin snýst í kring-
um hann, í stað þess að fleygjast út frá honum. Þessi að-
dráttur milli kjarna og rafeindar lýlur alveg sömu lögum
og aðdrátturinn milli sólar og jarðar, Keplers-lögmálum og
þyngdarlögmáli Newtons, þvi að aðdrátturinn minnkar í
öfugu hlutfalli við fjarlægðina í öðru veldi. Þannig er full-
komið samræmi milli eindarkerfisins og sólkerfisins að
þessu leyti.
En rafeind efniseindarinnar getur, ef svo ber undir,
stokkið úr einni braut í aðra, getur stokkið í hringlaga
brautir, sem eru 1, 4, 9, 16 . . . málseiningar frá kjarna,
eða i samsvarandi sporöskjulagaðar brautir, þar sem stærri
þvermálslinan samsvarar þvermáli tilsvarandi hringbrautar.
Allar aðrar brautir virðast rafeindinni bannaðar.
Innstu 4 brautirnar, ásamt sporöskjuafbrigðunum, eru
sýndar á 4. mynd. Innsta brautin með þvermálinu 1 er
merkt li; þar fyrir utan koma tvær brautir með þvermál-
inu 4, merktar 2i og 2í; þar fyrir utan þrjár brautir, merktar
3i, 3j, 33 með þvermálinu 9, og loks fjórar brautir, merktar
4i, 4s, 4s, 44, með þvermálinu 16. Hér hættir myndin sökum
rúmlej'sis, en þar fyrir utan má hugsa sér allt að 15 hring-
brautum með sporöskjuafbrigðum þeirra, og þegar rafeindin
er komin út í 15. braut, er aðdrátturinn að kjarna orðinn
svo hverfandi lítill, að hún er að því komin að skilja við
hann. Efniseindin getur þannig, þegar þvi er að skipta, þan-