Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 56
56
Á síðari árum hafa menn aðgreint belti eða »hringa«, er
brautirnar liggja i, Ii-hring, L-hring og M-hring. í K-hringn-
um eru 2 brautir, L-hringnum 8 og M-hringnum 18 brautir;
þar fjTÍr utan koma, N-, O- og P-hringar með enn fleiri
brautum. Orkumagnið fer hækkandi frá einum hring til
annars, er lægst í K-hring, hærra í M-hring og hæst i P-
hring, líkt og rafeindunum sé lyft stig af stigi út frá kjarna,
er þær fara úr einum hring í annan.
Undir venjulegum aðstæðunr, þegar ekkert orkar á efnis-
eindina, eru rafeindirnar, eins og sagt var, í lægstu og innstu
brautum sínurn, hin eina rafeind vatnsefnisins i innri braut
K-hringsins, en tvær rafeindir heliums sín í hvorri braut
hans. Verði rafeindirnar fleiri, eins og hjá lithium (3) og
beryllium (4), er 3. og 4. rafeind skotið út í L-hringinn, og
verði þær fleiri en 10, er farið að skjóta þeim út í brautir
M-hrings o. s. frv.
Þegar allt er með kyrrum kjörum og rafeindirnar eru i
lægstu brautum sinum, mynda efniseindirnar einskonar sí-
vaka, þar sem engin orka fer út eða inn og allt er með
kyrrum kjörum, enda er það þetta, sem heldur efnisheimin-
um við. Ef orkan streymdi si og æ út úr efniseindunum,
eins og hin eldri rafsegullögmál gerðu ráð fyrir, þá myndi
tilverunni blæða út á skemmri tíma en sekúndu. En það
eru þessir varnargarðar utan um kjarna efniseindanna, sem
rafeindirnar mynda með flugi sínu, umhverfis hann, sem
girða fyrir það.
Nú á síðari árum, siðan 1925, eru menn aftur farnir að
draga mjög í efa, hvers eðlis rafeindirnar séu. Frakkinn
De Brogli og Pjóðverjarnir Heisenberg, Schrödinger o. fl.
hafa leitt sterkar líkur að þvi, að rafeindirnar að minnsta
kosti stundum líkist fremur sveipum en deplum, eða að
þær geti ýmist birzt sem öldusveipar (wavesj eða deplar
(particlesj, eftir því sem á stendur. Því hafa menn nú i
ensku máli tekið upp orðið wav-icle (sveip-ill) til þess
að tákna með þetta tvennskonar ástand rafeindarinnar. Halda
menn helzt, að hún likist sveip eða öldu, á meðan hún er
í innsta hringnum, en yddi sig jafnan meir eða typpi, svo
að hún verði eins og að punkt eða depli, er hún komi í
ytri hringana; en jafnsnart og hún yfirgefur efniseindina,
verður hún annaðhvort að eind, sem sameinast við eða sezt
á önnur efni, eða að ljósöldu með ákveðnu orkumagni, eða
að hvorutveggja. En ekki tjáir að fara nánar út i þessar