Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 59
59
Og svo er hitt, að til eru ýms samsæt (isotop! frumefni, sem
eru nokkuð misjöfn að þyngd, þótt þau hafi sömu kemisku
eiginleika. Þannig hefir blý það, sem orðið er til úr thori-
um, 208 þyngdareiningar, en úran-blý 206 og venjulegt
blý er bil beggja eða 207,s einingar. Og loks getur nokkuð
af efnisfylld efnanna breytzt í útgeislun. Aston komst þvi að
þeirri niðurstöðu, óháð Rutherford, að öll frumefni væru
byggð upp af öreindum, er liklust frumi jprótoni) vatnsefnis-
eindarinnar, en samsvaraði þó öllu heldur Vi« af þyngd súr-
efnisins, og fleiri eða færri rafeindum. Frum eða öreind
vatnsefnisins hefir nákvæmlega sömu rafmagshleðslu og raf-
eindin (± 4.77 x 10 ~ 10 rafmagnseiningar), en er 1840 sinn-
uni þyngri en hún, þótt það á hinn bóginn sé minna en
hún og er það því sannkölluð öreind. Hugsi menn sér
vatnsefniseindina stækkaða á borð við jarðkringluna, verður
frumið, hin positíva öreind, á stærð við barns-bolla 9 cm.
að þvermáli, en hin negatíva rafeind á stærð við hringleika-
hús, 177 metra að þvermáli, í 3300 km. fjarlægð frá kjarna
í 1. braut. Þannig er efniseindin orðin til úr einni eða fleiri
positívum og negatívum rafeindum með miklu tómarúmi i
milli.
ÍO. Hó.tíÖnissgeislar og geimgeislar. Eins
°g þegar er sagt, hafa gammageislarnir verið nefndir kjarn-
geislar af þvi, að þeir virðast stafa frá kjarna frumefnanna.
Þeir verða þvi finni og tíðni þeirra því meiri, þvi tlóknari
sem frumeindin verður, enda verða þeir þá ósýnilegir berum
augum og lenda hinum megin við útfjólublátt. Gammageisl-
arnir hafa þannig bylgjulengd svo litla, að hún er aðeins
hundrað þúsundasti partur af bylgjulengd hins sýnilega ljóss.
Og nýlega hafa fundizt enn fínni geislar, svonefndir »geim-
geislar« (cosmic raysj, er virðast stafa frá mun þyngri og
flóknari frumefnum en finnast hér á jörðu og virðast koma
alla leið frá hinum miklu þj'rilþokum, utan Vetrarbrautar-
innar, sem sólir og sólkerfi verða til úr.
Frá þvi á árinu 1902 hafa ýmsir athugarar, svo sem Ru-
therford, Cooke, Mc Lennan, Burton, Kolhörster og nú eink-
um Millikan uppgötvað, að gufuhvolf jarðar er gagnsmogið
af geislan, sem er miklu öflugri en nokkur gammageislan.
Fr hún miklu meiri hið efra í gufuhvolfinu en neðar. Og
ebki kemur hún frá sólunni né öðrum sólstjörnum i ná-
raunda við oss, því að þá ætti hennar að gæta meir á degi
en nóltu. En það er ekki. t’ví er talið, að hún berist langar