Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 65
65
í slikri eimþoku nema hún sé liðlega 60 millión sinnum
þyngri en sólin. Þvi er auðsætt, að það eru ekki sólir eða
einstakar stjörnur, sem myndast fyrst úr frumþokunni,
heldur þessar miklu efnishvirfingar, þyrilþokurnar, er vér
sjáum víðsvegar um geiminn, umhverfis vora eigin Vetrar-
braut, sem annaðhvort er enn eða hefir verið slík þyrilþoka.
Um upptök og þróun þessara þyrilþoka getum vér geit
oss nokkuð nánari grein með því að athuga af þeim ljós-
myndir á mismunandi stigi þróunarinnar og frá mismun-
andi sjónarmiðum (sbr. 5.-9. inynd).
Ef hreyfing efniseindanna í þessum efnishviifingum hefði
öll stefnt beint inn að miðbiki þeirra, hefðu aðeins orðið til
hnattlaga efnisþokur (sjá 5. mynd). En nú er miklu fiemui
gerandi ráð fyrir, að efnið hafi ekki leitað beint, heldur í
stórum sveigum inn að miðbikinu, en þá hafa í stað þessa
myndazt stórar hringiður, er smámsaman fengu alla efnis-
hvirfinguna til þess að snúast um sjálfa sig. Pessi hring-
snúningur þyrilþokanna er ekki hraður, samanborið við
stærð þeirra, af því að þær eru svo geysi-stórar. Pyrilþokan
i Andromedu þarf t. d. 19 milliónir ára til_þess að snuast
um sjálfa sig einu sinni, og fer þó hver efnisögn í útjöðium
hennar nokkur hundruð mílna á sekúndu.
Af ljósmyndum þeim, sem teknar hafa verið af þessum
þyrilþokum víðsvegar um geiminn, má sjá, hvernig þær þró-
ast stig af stigi, frá hnattlaga eimhveli niður í þessa tvikúptu
þyrla, er þj'rla sólum eða sólhverfum út frá þyrilgeirum
sínum.
Fyrst er þá eimhvelið því sem næst alveg kúlulaga (0. m.).
Pað verður með tíð og tíma iflatt til beggja skauta, ver ur
líkt og glóaldin í laginu, í likingu við jörð vora og Júpiter
(6. m.). Eftir þvi sem snúningshraðinn eykst, þjappast
þyngsta efnið saman í miðbiki þokunnar, en hið léttara e m
fer að mynda eins og hring eða hringa umhverfis tvikúpta
hvirfinguna (7. m.). Brúnirnar á þessum efnisbeltum verða
að siðustu líkt og hnífseggjar (8. m), og svo rofna þær a stoku
stað og fara að slöngva frá sér stærri eða minm efmsgeirum,
sem þó óðar hnyklast saman og verða að sólum eða öllu
heldur heilum sólhverfum (sjá 9. m., og 10. m. af þyrilþokunni
Canes Venalici}. Og þannig dreifir þyrilþokan upp frá því flein
og fleiri sólhverfum út um geiminn hringinn í kringum sig, og
verður þannig að ættmóður heillar vetrarbrautar i líkingu
við vora eigin Vetrarbraut.