Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 70
70
stærri eða minni svæði af Vetrarbrautinni. Útreikningar sýna,
að umferðir þessar hljóta að taka hundruð millióna ára.
En þrátt fyrir þenna langa tima, hlýtur hver sólstjarna að
hafa farið þó nokkrar umferðir, jafnvel síðan jörð vor varð
til fyrir á að gizka 2000 milliónum ára. Og sé það rétt, að
sólstjörnurnar í Vetrarbraut vorri séu margra billióna ára
að aldri, hljóta fleslar þeirra þegar að hafa farið nokkur
þúsund sinnum um Vetrarbrautiná. Eru þvi allar likur til,
að Vetrarbrautin i heild sinni sé orðin að nokkurn veginn
fastákveðnu hnattkerfi, þar sem hver sólstjarna hefir nú
orðið sína ákveðnu braut.
Nýlegar athuganir ýmissa stjarnfræðinga leiða sterkar likur
að þvi, að öll Vetrarbrautin muni vera á hægri hreyfingu,
snúast einu sinni í kringum sjálfa sig á hverjum 300 milli-
ónum ára. Og miðbik þessa risahjóls virðist liggja, þar sem
áður var um getið, í nánd við Sporðdrekann og Ophiuchus.
Allt bendir þetta nú í þá átt, að einnig Vetrarbrautin muni
vera orðin til úr svonefndri þyrilþoku. Og þótt hún virðist
bæði viðáttumeiri og umferðartimi hennar lengri en hjá
þyrilþokum þeim, er menn hafa getað athugað annarsstaðar
um geiminn, þá er það ekki beint að marka, því að bæði
þenjast heimskerfi þessi út með aldrinum, eftir því sem
efnið í sólunum eyðist fyrir útgeislan þeirra, og aðdráttar-
aflið i.milli þeirra þaraf leiðandi dvín; og svo hefir Vetrar-
braut vor sennilega frá upphafi verið stærri en flestar þær
þyrilþokur, er menn hafa getað athugað. Þannig metur
Eddington Vetrarbraut vora á borð við 270.000 milliónir
meðalsólna, Hubble þyrilþokuna M, 31 í Andrómedu á borð
við 3500 milliónir sólna og N. G. C, 4594 í Jómfrúmerki á
borð við 2000 milliónir sólna. Vetrarbraut vor er talin svo
víðáttumikil, að Ijósið muni þurfa um 220.000 ára til þess
að komast um hana þvera og endilanga, og fer það þó með
300.000 km. hraða á sek. Margir lita þvi á hana sem nokkurs-
konar »eyjaálfu« eða meginland i samanburði við hinar
veraldareyjarnar. Úó er að þvi gælandi, að sjálf myndi hún
einnig, í þeim fjarska, sem þær eru i, skreppa saman likt
og þær og verða að ógreinilegum þokuhnoðra.
Eru nú allar þessar veraldareyjar, þyrilþokurnar, partar
úr einu allsherjarkerfi, sein ekki hefir neitt fyrir utan sig,
eða er alheimsgeimurinn alveg ótakmarkaður?
ö. Alheimurinn. Menn eru nú með Einstein að
komast á þá skoðun, að alheimurinn sé takraarkaður, en þó