Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 71
71
í vissum skilningi óendanlegur. Likt og jörð vor fyllir tak-
markað hnattmyndað rúm, sem fara má í kringum i það
óendanlega, þannig á Vetrarbraut vor ásamt þeim 2 milli-
ónum þyrilþoka, er umlykja liana á alla vegu í allt að 140
millión ljósára fjarlægð, að mynda óskaplega stórt hnatt-
myndað hvel, er Ijósið ætti að geta farið umhverfis á hverj-
um 500.000 milliónum ára. Hringgeisli fradius) þessa rúms
ætti þá að vera 84.000 milliónir Ijósára eða um 600 sinnum
lengri en sterkustn fjarsjár enn hafa náð.
Nú er eitt af tvennu hugsanlegt, annaðhvort eru flestar af
þeim þyrilþokum, er vér evgjum eins og smáþokuhnoðra
umhverfis Vetrarbraut vora, að fjarlægjast oss, að einni eða
tveimur undanteknum, og það einatt með um 1000 km.
hraða á sekúndu, og þá virðist himingeimurinn alveg óend-
anlegur; eða það eru ljóssveiflurnar sjálfar, sem eru að smá-
lengjast og færast nær rauðu í litrófinu á hringferð sinni
um hnalllaga geiminn, og þá er albeimurinn að vísu óum-
ræðilega stór, en þó takmarkaður, enda þótt Ijósið geti haldið
áfram hringferð sinni um hann endalaust. Sennilegra er, að
alheimurinn sé takmarkaður, og að aðdráttur efnisins, sem
i honum er, geri hann að stóreflis hnaltmynduðu hveli, sem
Ijósið fer um á hverjum 500.000 milliónum ljósára. t*ó getur
auðvitað skeikað slórum um slærð þessa hvels og þá breyt-
ast tölur allar samkvæmt þvi.
’T'. Aldiu* heimslierfanna. Ef einhver kynni að
hafa gaman af að vita eitthvað um aldur þessara heims-
kerfa, þá má með útreikningum finna tölur, er tákna há-
mark og lágmark þess tima, er sennilegastur þykir. Tími sá,
sem talinn er nauðsynlegur til þess, að þyrilþokurnar verði
til úr hinum mikla óskapnaði frumþokunnar, er talinn lægst
60.000 milliónir ára, en getur verið miklu lengri; aldur sóln-
anna, frá því er þær fyrst verða til úr hnyklum þyrilgeir-
anna og þangað til þær eru komnar á likt rek og þær eru
nú i Vetrarbraut vorri, er talinn frá 5 til 10 billiónir ára;
aldur vorrar eigin sólar er í hæsta lagi talinn 8 billiónir
ára, og var hún þá í upphafi helmingi viðáttumeiri en hún
nú er; en aldur jarðar vorrar og annara reikistjarna er tal-
inn um 2000 milliónir ára. Menn hafa nú á siðari árum
fundið nokkurn veginn örugga tölu, er sýnir aldur sjálfrar
jarðskorpunnar. Með því að rannsaka bauga þá eftir úran
og önnur geislandi efni, sem fundizt hafa i fornbergi jarðar,
°g mæla blý það, sem myndazt hefir fyrir upplausn þess-