Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 72
72
ara geislandi efna, getur jarðskorpan ekki verið mikið eldri
og ekki heldur mikið yngri en 1500 milliónir ára; ætti þá
jörðin eftir þvi að hafa verið úr eimkenndu eða bráðnu
efni í allt að þvi 500 milliónir ára. Sumir vefengja þessa
síðari tölu og segja, að hún geti ekki verið rétt. En um
óratíma þá, sem fram undan eru, skal siðar getið, þar sem
rætt verður um hið þverrandi geislamagn sólnanna og sam-
drátt þeirra.
8. Sólstjörnnr og reiUistjörnur. Til skamms
tima hafa menn nú haldið, að flestar, ef ekki allar þær sólir,
sem sýnilegar eru i Vetrarbraut vorri, mynduðu sólkerfi
með fleiri eða færri reikistjörnum umhverfis sig. En nú er
það að koma á daginn, að í langflestum tilfellum er þetta
ekki og getur ekki verið svo. Hávaðinn eða um */s af öllum
þeim sólnagrúa, sem eru í Vetrarbraut vorri, þreyta göngu
sina einar síns liðs um himingeiminn og geta aldrei gelið
af sér reikistjörnur fyiir skort á nægilegum snúningshraða,
en verða þó jafnframt fyrir útgeislan sina og ónýtingu efn-
isins, sem í þeim er, fyrir talsverðum breytingum, breytast
úr risasólum i miðlungssólir og úr miðlungssólum i dverg-
sólir, ef þær þá ekki hafa verið annaðhvort þetta frá upp-
hafi vega sinna. Þriðjungur sólnanna og þó sérstaklega þær,
sem hafa haft fljótandi kjarna, skipta sér með tíð og tima
og verða að tvísólum, þrisólum o. s. frv. En aðeins ein af
hverjum hundrað þúsundum eða milliónum sólna er talin
að geta myndað sólkerfi, og þó þvi aðeins, að sérstaklega
standi á, að annar aðvífandi hnöttur togi svo að segja efnið
í reikistjörnurnar út úr iðrum hennar, eins og siðar skal
lýst nánar (i IV. kafla). Af reikistjörnunum, þá sjaldan að
þær verða til, verða ekki nema 9. eða 10. hver stjarna
byggileg, sú, sem er hvorki of nærri né of fjarri sól, og
hefir öll lifsskilyrði til að bera. Það þykir því sýnt, að
byggilegir hnettir séu hreinasta undantekning, ef likams-
lifinu eru settar llkar skorður annarsstaðar og þvi eru seltar
á jörðu hér.
9. Ljósmagn og hiti sólna. Ljósmagn sóln-
anna, er mjög mismunandi. Einhver bjartasta sólin, er menn
nú þekkja, er S. Dorodus, og er ljósmagn hennar 300.000
sinnum meira en Jjósmagn vorrar eigin sólar. Einhver dauf-
asta sólin, sem enn hefir fundizt, er Wolf 359; hún hefir
aðeins Vm.ooo af ljósmagni sólar. Ljósmagn sólar vorrar er
sem næst þvi að vera miðlungs; þó eru þær sólir öllu fleiri,