Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 74
74
a Centauri A . . .
a Centauri B . . .
r Ceti.........
e Indi.........
D vergsólir:
Sirius B......... 0.03 þvermál sólar
o2 Eridani B . . . . 0.018 — —
van Maanens sól . 0.009 — —
Þéttleiki og þyngd sólstjarnanna er og mjög mismunandi.
Risastjörnur eru venjulegast mjög lausar i sér, nema ef vera
skyldi um miðbik silt; en dvergstjörnurnar aftur á móti
mjög þungar og samanþjappaðar. 1 tonn af efni myndi fylla
hús á borð við Pálskirkjuna í Lundúnum eða Péturskirkj-
una í Róm, ef það væri úr risastjörnu eins og Antares, en
aðeins 1 teningsmeter á vorri eigin sól. Efnið i van Maanens
sól kvað vera 66 þúsund sinnum þéttara en efnið í vorri
eigin jörð, og þar myndi hver tengingsþumlungur efnis vega
allt að 10 tonnum. Hvernig stendur á þessum óskaplega
þéttleika- og þyngdarmun efnisins, verður síðar reynt að
sýna fram á.
11. Stærðarmunur sólnanna og stökb-
breyting. Það var, eins og áður heíir verið drepið á
(i I, 6), kenning Laplace, að sólirnar smádrægjust saman,
eftir þvi sem þær eltust, en jafnframt ykist snúningshraði
þeirra, þangað til þær færu að þeyta út frá miðbiki sinu
smáhnyklum af eimkenndu efni, er reikistjörnurnar yrðu
til úr. Á líkan hátt áttu reikistjörnurnar að hafa myndað
tungl sín. Nú er kenning þessi farin að láta mjög mikið
á sjást.
Ef sólirnar smádrægjust saman, eins og Laplace hélt fram,
ættu að vera til sólir af öllum stærðum. En nú hefir það
komið í ljós við nánari athugun, að svo er ekki, heldur
er mikill stærðarmunur á sólunum og stór stökk i milli
flokkanna.
Árið 1913 tók H. N. Russell að raða sólum þeim, sem at-
hugaðar höfðu verið, niður eftir stærð þeirra og ljósmagni,
og kom þá i ljós tafla sú, er hér fer á eftir.
Stafirnir ofan til (B—A—F—G—K—M) tákna litrófsflokka
sólnanna, litanöfnin neðan undir sýna lit þeirra, en birtu-
stigin hægra megin ljósmagn þeirra. Pvermál sólnanna er
sýnt með sveigum, er liggja skáhallt yfir myndina frá vinstri
1.07 þvermál sólar
1.22 - -
0.95 — -
0.82 — -