Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 78
78
snúningshraði þeirra, og þá getur farið svo, að þær verði
annaðbvort að tvistirnum eða jafnvel fjölstirnum, eða þá
það, sem sjaldnast kemur fyrir, að þær geti af sér reiki-
stjörnur og myndi sólkerfi. Hvor möguleikinn heldur verður
ofan á, veltur á þvi, hvort sólirnar eru nokkurn veginn jafn-
þéttar inn úr, eða hvort þær þéttast æ meir og meir inn á
móts við sólmiðju, svo að þær séu
þyngstar í sér innst.
Myndin hér að framan sýnir þessa
tvo möguleika. Sé sólin nokkurn
veginn jafn-þétt í sér og líkust þvi
að vera úr fljótandi efni, á fyrri
möguleikinn (a) sér stað. Með
auknum snúningshraða fer sólin
að fá á sig sporöskjulögun. Svo fer
að koma á hana tota og hún fer
að sveigjast inn framan eða aftan-
vert við miðbik sitt og loks klofnar
hún og úr henni verða tvær mis-
stórar sólir, er snúast upp frá þvi
hvor um aðra og mynda svonefnt
tvistirni.
Eigi siðari möguleikinn sér stað,
að sólin þéttist eftir því, sem innar
dregur, og sé þéttust innst, heldur
sólstjarnan sporöskjulögun sinni og
verður æ iflatari og iflatari, þangað
til hún myndar eins og tvikúpta
baun, sem fer að sálda eimkenndu
efni út frá miðbiki sinu, sem þó
hnatta,ersnúastumsjálfasig. getur ekki orðið að nýjum hnetti
eða hnöttum nema það sé því meira,
eða einhver aðvifandi hnöttur dragi efnið út úr móðurstjörn-
unni með aðdráttarafli sinu, eins og á sér stað þá sjaldan,
að sólkerii myndast. En um það siðar (í IV. kafla). Hér skal
aftur á móti litið nánar á það, hvernig svonefnd tvistirni og
fjölstirni verða til og þroskast úr einu i annað.
14. 'X’víwtirni. t*að hefir nú komið í Ijós við nánari
alhugun, að freklega þriðjungur allra sólstjarna myndnr tvi-
stirni og sum tvístirnin aftur fjölstirni. Stjörnur þessar eru
sólir af mismunandi stærð og þéttleika. Tvistirnin eru þó
t
a b
14. mynd. Myndbreytingar