Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 79
79
með tvennum hætti, tvistirni, sem eru orðin til úr sömu
móðursól fyrir klofnun þá, sem að ofan er lýst, og eru þær
venjulegast svo nærri hvor annari, að þær verða ekki að-
greindar nema í litsjá; og svo tvísólir, sem komið hafa langar
leiðir að og komizt undir aðdráttar-áhrif hvor annarar.
Langtlestar eru af fyrra tæinu, og er þá venjulega önnur
sólstjarnan stór og skær, eins og t. d. Sirius A, en hin dauf
og litil, en ákaflega þung og þétt í sér, eins og t. d. Sirius B.
Onnur stjarnan getur verið risasól eða miðlungssól, en hin
dvergsól, og eru þær þó til orðnar úr sama móðurhnetti og
í sama mund, en hinn mikli snúningshraði annarar og hinn
mikli innri hiti hennar hefir valdið því, að hún hefir sóað
fyrr orku sinni en hin og tórir nú aðeins áfram sem dverg-
sól um óralanga tíma.
Nú hafa menn að visu aldrei verið sjónarvottar að slikri
klofnun eða tvístirnamyndun, en Jeans bendir á, að hinar
svonefndu Cepheid-stjörnur, sem ýmist eru mjög bjartar eða
mjög daufar, eftir því hvernig þær horfa við manni, kunni
að vera slík tvístirni i myndun. Að minnsta kosti geti litið
svo út sem önnur sólin sé mjög björt, en hin dauf. Litur
jafnvel svo út á birtubrigðum sumra þeirra sem um nýfædd
tvístirni sé að ræða.1)
Þótt enn leiki nokkur vafi á um uppruna þessara tvístirna,
virðist allt liggja i augum uppi um áframhaldandi þróun
þeirra. Eru það einkum þrjú atriði, er þar koma til greina,
flóðbylgju áhrifin, sem svo eru nefnd, efnistapið við útgeislan
sólnanna, og aðdráttar áhrif annara sólna.
Sir George Darwin benti á fyrsta atriðið, er hann nefndi nún-
ingsmótstöðu flóðbylgjunnar flidal /riction). Er hún mikilvægur,
en tiltölulega skammvinnur þállur i lifi og þróun hnattanna.
Pá er hnöttur, sem snýst um sjálfan sig, liðast þannig i
sundur, eins og Iýst hefir verið, að hann verður að tvístirni,
þá eru dæturhnettir hans i fyrstu svo nálægt hvor öðrum,
að þeir valda óhemjumiklum flóðbylgjum á yfirborði hvor
annars. En flóðbylgjur þessar fjarlægja hnettina smámsaman
hvorn frá öðrum og jafna um leið möndulsnúning þeirra
með núningsmótstöðunni. Þegar þessu hefir farið fram um
nokkurar milliónir ára, sem er tiltölulega stuttur þáttur i
æviskeiði sólnanna, lýkur því með því, að möndulsnúningur
1) Jeans: The Universe Around Us, bls. 220.