Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 82
82
stirni, fyrir það, að þau annaðhvort eða bæði skipta sér í
tvennt, og er þá venjulegast Vb af hinni upprunalegu fjar-
lægð í milli hinna nýju sólna.
16. Geislamagn sólnanna. í því, sem á undan
er farið, hafa verið raktir fimm ættliðir, ef svo mætti að
orði komast, í þróunarsögu sólstjarnanna: frumþoka — þyril-
þokur — sólstjörnur — tvístirni — fjölstirni. En enn er eftir
að vita, hvaðan sólstjörnurnar yfirleitt hafa geislamagn sitt,
hvaða efni koma í ljós á yfirborði sólnanna, og það, sem
fátíðast er og athuga verður sérstaklega, hvernig einstaka sól
getur getiö af sér sólkerfi með reikistjörnum og tunglum.
Þess var getið (í III, 8), að hér um bil Vs sólnanna i
Vetrarbraut vorri hefði orðið að tvístirnum eða fjölstirnum,
sem þó allt eru sólir; en að allur hávaðinn eða 2/t þeirra
héldu áfram göngu sinni um himingeiminn sem risasólir,
miðlungssólir eða dvergsólir, með mismunandi geislamagni.
Skal nú gerð nánari grein fyrir þeim og geislamagni sóln-
anna yfirleitt.
Sólirnar eru ýmist bláar, rauðar, rauðgular, gular eða
hvítar að lit, eftir hitastigi þvi, sem drottnar á yfirborði
þeirra. Geislamagn þeirra er hvað mest, á meðan þær eru
sem stærstar, en þverr í stórum stökkum eftir því, sem þær
skreppa saman (sbr. III, 11 og 12), þannig að það er miðl-
ungs hjá miðlungssólum, en er minnst hjá hinum dauft-
lýsandi dvergsólum. Eru þær ýmist hvítar eða rauðar að lit,
og litlar, en ákaflega þungar og þéttar i sér. Risasólir, sem
og geta verið rauðar og bláar að lit, eru aftur á móti ákaf-
lega lausar í sér og eyða geislaorku sinni í óhemju ríkum
mæli. Miðlungssólirnar, sem eru langflestar, eru miðlungs í
þessu sem öðru.
Eitt af því, sem vakið hefir undrun tiltölulega fárra, þótt
menn hafi það dagsdaglega fyrir augum, er hið svo að segja
óþrotlega geisla- og hitamagn sólnanna. Ef sólirnar væru
venjulegir kolaeldar, væru þær fyrir löngu útbrunnar. En
hvernig stendur þá á þvi, að þær geta lýst um milliónir og
jafnvel billiónir ára með svo að segja sama geisla- og hita-
magni? Þetta er stórfurðulegt, og til þessa hljóta að liggja
einhverjar ytri eða innri orsakir.
Eina tilraunin, sem gerð hefir verið til þess að reyna að
skýra geislamagn sólnanna með utan að komandi orsökum,
er sú, sem Robert Mayer, einn af höfundum lögmálsins um
viðhald orkunnar, gerði (1849). Kom hann þá fram með þá