Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 84
84
Ef orkumagn það, sem stafað getur frá venjulegum efna-
bruna, ætti að skýra þetta, myndi það ekki nema meiru en
Vio».ooo af orku þessari. Ef hitamagn sólarinnar hefði átt að
geta skýrt það, hefði yfirborðshiti sólar þurft að vera 1800
milliónir stiga um það bil, sem jörðin varð til, en þetta nær
ekki nokkurri átt, því að heitustu sólir hafa, eins og vér
höfum séð, ekki nema allt að 30.000° á yfirborði sínu. Ef
samdráttur sólarinnar sjálfrar ætti að skýra það, þá væri hún
fyrir þó nokkuð löngu orðin að engu; raunverulegur sam-
dráttur sólar skýrir ekki nema 2% af öllu geislamagninu.
Það er þá sýnt, að hvorki efnaorka, hitaorka eða sam-
dráttur sólar getur skýrt geislamagn hennar, en hvað er þá
um hin geislandi efni sjálf? Ef hin sterkustu og langæustu
geislaefni, sem vér þekkjum á jörð vorri, radium og úran-
ium, ættu að skýra geislamagn sólar, þá gætu þau að vísu
skýrt geislamagn sólar um skemmri eða lengri tima. Ef
Vsoo.ooo partur sólar væri radium, gæti hún lýst með fullum
krafti í 2800 ár; ef hún væri öll úr radii, gæti hún lýst um
5000 milliónir ára. Væri hún öll úr úranium, gæti hún lýst
um 8000 milliónir ára. En nú er hvorugu þessu til að dreifa,
enda radium of skammlift og sterkt, en úranium of langlíft
og dauft til þess að skýra núverandi geislamagn sólar, og
hin önnur þekktu geislandi efni hafa of litla geislaorku til
þessa. En gætu þá ekki hugsazt einhver önnur geislaefni
á sólunni eða að efniseindirnar beinlínis ónýttust í iðrum
hennar og stöfuðu orkumagni sínu burt í líki Ijóss og hita?
Nýja tilgátu komu þeir Perrin (1919) og Eddington (1920)
fram með þess efnis, að geislamagn sólnanna stafaði af því,
að frumefnin hlæðust þar upp hvert á fætur öðru úr létt-
asta frumefninu, vatnsefni; en við þessa umbreytingu úr
léttari frumefnum í önnur þyngri, yrði til svo mikil geisla-
orka, að hún nægði til þess að skýra allt geislamagn sóln-
anna. Við þetta mun þó tvennt að athuga; annað það, að
ef efnin hlaðast svo upp koll af kolli, eins og þessir tveir
mikilhæfu vísindamenn halda fram, ætti að bera mest á
vatnsefninu í yngstu sólunum eða þeim, sem hafa mest
geislamagn, en minna á því í þeim eldri og daufari, en
þessu virðist ekki þannig farið (sbr. töfluna í 19. gr. hér á
eftir); en hitt er það, og sú mótbáran er talsvert alvarlegri,
að ef vatnsefnið hreyttist þannig smámsaman í helium og
önnur þyngri frumefni, þá ætti geislan sólnanna að standa
í einhvers konar hlutfalli við myndun þessara þyngri frum-