Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 87
87
(K-, L- og M-hringar). Þá koma þær sólir, sem nefndar eru
miðlungssólir, eins og sól vor, með meðal-sterku geislamagni;
þar hafa kjarnarnir enn einn hring, K-hringinn, eftir; til
þeirra teljast sumar af hinum meðalstóru tvísólum, eins og
Sirius A. Og loks koma dvergsólirnar, eins og t. d. Sirius B,
þar sem innsti hringurinn einnig er horfinn, en blákjarn-
arnir, eða það af frumeindinni, sem ekki hefir ónýtzt, leggj-
ast hver upp að öðrum og mjmda hið þyngsta og þéttasta
efni, sem til er. Það ber aðeins daufa birtu, en getur lýst
von úr viti.
18* XJpptöls; frumefnanna. Hvað leiðir nú af
þessum nýja skoðunarmáta Jeans? Engan veginn það, sem
þeir Perrin og Eddington og aðrir á undan þeim hafa haldið
fram, að frumefnin hlaðist smátt og smált upp i sólunum
úr léttustu frumefnunum upp í þau þyngstu, heldur þvert
á móti, að fyrst verði þyngsta eða þyngstu frumefnin til
innst inni i iðrum sólnanna og það séu sterkt geislandi efni,
er smámsaman verði að léttari, ógeislandi efnum, eins og
t. d. blýi, gulli, járni, og þá kannske jafnframt að öðrum
enn léttari frumefnum, lofttegundum eins og súrefni, köfn-
unarefni og vatnsefni, sem er léttasta frumefnið.
En ef þessu er þannig farið, að þyngstu frumefnin verða
fyrst til og hin léttari siðar, þá er þessari »þróun« frumefn-
anna alveg öfugt farið við það, sem vér vitum um þróun
jurta og dýra á jörðu hér, því að þar verður hið lægra og
einfaldara fyrst til, en hið fjölþættara og samsettara síðar.
Og þá eru þau hin léttari og einfaldari frumefni, er vér
finnum á yfirborði sólnanna, aðeins »afsprengi« hinna fjöl-
þættari og þyngri geislandi efna, sem hafa aðsetur sitt inni í
miðbiki sólnanna. Auk þess á þar að fara fram ónýting
efnis, sem skýrir fyrir oss hið feykilega geislamagn sólnanná.
Ónýting 1 gramms af efni, hverrar tegundar sem er, á að
geta gefið af sér 9 x 1020 erg geislaorku. Getur nú litróf
hinna mismunandi sólna leitt nokkrar líkur að, að þessu sé
í raun réttri þannig farið?
19. Litróf sólnunna. Kenning Bohrs um gerð
frumeindanna, sem nú um stund hefir verið almennt viður-
kennd af eðlisfræðingum, það sem hún nær, gerir ráð fyrir,
að frumeind sé í fullkomnu jafnvægi, svo lengi sem raf-
eindir hennar halda sér á brautum sinum umhverfis kjarn-
ann; en jafnskjótt og einhver rafeindin fer að stökkva úr
einni braut í aðra, að eða frá kjarna, gerir hún ýmist að