Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 92
IV. Uppruni sólkerfanna
1. Laplace-kenningin. Eins og þegar er tekið frani
[í I, 6], kom Laplace fram með þá kenningu 1796, sem síðan
hefir verið við hann kennd, að sólin væri móðir reikistjarna
sinna og að engum öðrum hnöttum væri þar til að dreifa.
Öll kenning hans hvílir á stærðfræðilegum útreikningi og
því er svo auðvelt fyrir þá, sem það kunna, að prófa sann-
leiksgildi hennar.
Laplace gekk út frá þeirri staðhæfingu, að sólin væri að
smádragast saman; en því meir sem hún drægist saman,
þvi hraðar snerist hún um sjálfa sig. Undir eins og hún
hefði náð vissum snúningshraða, færi hún að sálda eim-
kenndum efnisbeltum út frá miðbiki sínu. Mynduðu þau í
fyrstu hring eða hringa umhverfis hana, líkt og hringana,
sem enn má sjá umhverfis Satúrnus. En svo rofnuðu hringar
þessir og snerust saman í hnykla, og þessir efnishnyklar
hefðu orðið að reikistjörnum, er síðan hefðu rásað um-
hverfis sólina í misvíðum baugum. Og þetta hefði endur-
tekið sig, þangað til allar reikistjörnurnar voru til orðnar.
Lengi þótti þetta langsennilegasta tilgátan um uppruna sól-
kerfanna, en nú er hún farin að gefa margskonar höggstaði
á sér.
2. Annmarbar á kenningunni. Laplace var
svo glæsilegur stærðfræðingur, að útreikningar hans á þessu
lita nú út eins og spásögn um það, sem hann gat alls ekki
vitað, að til væri, hinar miklu þyrilþokur, er sálda frá sér
milliónum sólna. En þótt útreikningar hans samsvari því,
sem gerist í svo stórum stíl, hæfa þeir alls ekki miðlungs-
sólum með tiltölulega hægum snúningshraða. Og enda þótt
sólirnar, fyrir snúningshraða sinn, sálduðu nokkru efni út
frá sér, þá ryki það jafnóðum út í veður og vind. En fengju
þær svo mikinn snúningshraða, að þær gætu alls ekki haldið