Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 93
93
sér heilum lengur, mj'ndu þær sjaldnasl geta af sér sólkerfi,
heldur bresta sundur i tvær eða fléiri sólir, mynda tvístirni
eða fjölstirni, sem væru sólir, en ekki reikistjörnur, eins og
sýnt hefir verið fram á hér að framan [III, 13 og 15]. Auk
þess hefði sólin ekki átt að vera hvelmynduð og kringlótl,
eins og hún nú er, ef hún hefði einsömul getið reikistjörn-
urnar af sér, heldur eins og tvikúpt baun í laginu. Og loks
var sýnt fram á það með tölum, að sólin hefir aldrei haft
þann snúningshraða, er þurfti til þessa.
Árið 1861 sýndi Babinet fram á það, að sólin hefði aldrei
getað haft svo mikið efni i útjöðrum sínum né heldur snún-
ingshraða, að hún ein hefði getað getið af sér aðra hnetti,
og nýrri útreikningar hafa í öllu verulegu staðfest þetta.
Árið 1884 reiknaði Fouché út efnisfylld og snúningshraða
alls sólkerfisins og fann, að hann var 28,s sinnum meiri en
sjálfrar sólarinnar nú. Ef nú þessar tvær stærðir eru lagðar
saman og þar við bætt efnistapi því, sem sólin hefir orðið
fyrir vegna útgeislunar, frá þvi er reikistjörnurnar urðu til,
þá kemur það i Ijós, að sólin muni upprunalega hafa snú-
ist hægar en stærsta reikistjarna hennar, Júpíter, gerir nú.
En þar sem þéttleiki Júpíters og sólar er álíka mikill og
hann á engan hátt sýnir sig liklegan til þess að klofna né
heldur til þess að sálda út frá miðbiki sínu efni í smærri
hnetti, var þessa ekki frekar að vænta af sólunni fyrir svo
sem 2000 milliónum ára, þar sem hún þá hvorki hafði meiri
snúningshraða né þéttleika en Júpíter hefir nú.
Það má líka sýna fram á það reikningslega, hversu mikill
þéttleiki sólstjörnu inn við miðbik hennar þarf að vera, til
þess að hún einsömul geti getið af sér aðra smærri hnetti.
Og eins má sýna fram á, hversu mikið efnið í efnisbeltunum
umhverfis sól þarf að vera, til þess að það dragist saman í
hnetti, en dreifist ekki út í veður og vind.
Sir James Jeans reiknaði það út 1917 og Jeflereys ári síðar,1)
að til þess að sólin með snúningshraða þeim, sem hún nú
hefir, hefði getað getið af sér reikistjörnur, hefði þéttleiki
efnisins í miðbiki hennar orðið að vera 86,3°/o af allri efnis-
fylld hennar, en aðeins 13,7°/o umhverfis miðbikið og i úl-
jöðrum hennar.
Á hinn bóginn hafði hinn franski stærðfræðingur Poincaré
þegar sýnt fram á það, að þótt sólin fyrir snúningshraða
1) Astronomy and Cosmogony, bls. 396—99.