Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 94
94
sinn hefði getað myndað efnisbelti um sig miðja, sem næmu
allt að 13,7°/o af efnisfylld hennar, myndu efnisbelti þessi
hafa rokið út í veður og vind, án þess að mynda hnetti,
nema meðal þéttleiki þeirra hefði verið 36°/o af allri efnis-
fylld sólar; efnið i efnisbeltunum hefði því þurft að vera
allt að þrisvar sinnum meira en það gat verið, til þess að
reikistjörnur mynduðust. Það varð því að fallast á niður-
stöður Babinets, að hvorki snúningshraði sólar né heldur
þéttleiki efnisins i miðbiki hennar hefði verið nægilegur til
þess að mynda sólkerfi á þann hátt, sem Laplace hafði
hugsað sér. Að því varð líka að gæta, að hefði snúnings-
hraðinn einhvern tíma orðið svo mikill sem þurfti, þá hefði
sólin orðið likt og flatbaun í laginu; en hvernig átti hún þá
að ná aftur hnattmynd þeirri, sem hún nú hefir?
Þessir og aðrir örðugleikar koma aftur til greina, þá er
menn fara að reyna að skýra það fyrir sér, hvernig reiki-
stjörnurnar hafi getið af sér tungl sín. Mörg þeirra eru t. d.
svo smá, að þau hljóta að hafa orðið til úr fljótandi eða
föstu efni, með mjög skjótum hætti meira að segja, því að
ella helðu þau þegar dreifzt út í veður og vind. En allt
bendir þetta til einhverrar annarar skýringar, er samrýmir
betur allar staðreyndir og kemur ekki beint í bága við eðlis-
lögmál náttúrunnar, eins og kenning Laplace um sólkerfa-
myndunina nú virðist gera.
3. FlóObylg-juLlienning-in. Úr því að ekki er
unnt að skýra uppruna sólkerfisins með því, að einn ein-
stakur hnöttur, eins og sól vor, hafi snúizt svo hratt um
sjálfa sig, að hún hafi getað sáldað írá sér efni í fleiri eða
færri minni hnetti, þá er eini hugsanlegi möguleikinn, sem
eftir er að hugleiða, sá, hvort tveir eða fleiri hnettir í sam-
einingu hefðu ekki fengið þessu áorkað. Nóg er að hugsa
sér aðdráttaráhrif tveggja slíkra hnatta hvors á annan, því
að aðeins örsjaldan mun það geta komið fyrir, að þrjár
sólir beri svo nærri hver annari, að þær geti haft slík áhrif
hver á aðra.
Nú er það öllum kunnugt, að flóðbylgja myndast fyrir
áhrif tungls og sólar á jörðu. Það er og vitað, að þegar hinar
stærri reikistjörnur, eins og Satúrnus og Júpíter, eru i sól-
nánd, verða að jafnaði mikil gos á sólunni. Það er og álit
manns eins og Sir tíeorge Darwins, að einhvern tíma
endur fyrir löngu hafi stærðarhnöttur farið svo nærri
jörðu, að hann hafi sogað stórt flykki út úr henni,