Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 101
101
en uiðu sjálí'ar um leið minni en þær í raun réltri ættu að
vera (Marz og Úranus); og fljótandi eða fastar plánetur með
fáum, einu eða engu tungli, og kemur allt þetta heim við
það, sem ált hefir sér stað í sólkerfi voru. Fyrst eru stærstu
°g eimkenndustu pláneturnar, Júpíter og Satúrnus, með 9
smátunglum hvor, og Satúrnus ank þess með hringa sína
um sig miðjan; en öðru megin Júpíters, nær sólu, stærðar-
hnötlur, er sprungið hefir i ótal smástirni; þá kemur Úranus
með 4 tunglum og Marz með 2 tunglum, en báðir minni en
þeir ættu að vera, af því að þeir hafa fórnað of miklu fljót-
andi efni í tungl sín; þá koma Nepfúnus og jörðin með 1
tiltölulega stóru tungli hvor; en Venus og Merkúr, sem eru
næst sólu, með engu tungli. Venus og Merkúr, sem lágu
mnst í útsogsgeiranum og komu því dýpst úr iðrum sólar,
hafa sennilega frá upphafi verið úr þyngra og þétlara efni
en hinar stjörnurnar, og því hefir sólin ekki getað sogað
neitt verulegt út úr þeim. Aftur á móti soguðust því fleiri
og þvi smærri tungl út úr hinum reikistjörnunum, þvi laus-
ari í sér og eimkenndari sem þær voru. Jörðin og Neplún,
nieð sínu tiltölulega slóra tungli hvor, mynda markalinuna
milli þeirra sfjarna, sem voru úr bráðnu el'ni þegar frá byrjun
og hinna, sem voru hálf- eða al-eimkenndar. Marz og Úr-
anus voru þannig hálf-bráðnar og hálf-eimkenndar í sér, og
misstu þannig mest af efni sínu í tunglin, önnur í 2 tungl,
en hin í 4. Og svo komu loks í miðið hinar al-eimkenndu
risastjörnur; sú fyrsta, næst sólu, liðaðist i sundur i ótal
smástirni; Júpiter gat af sér 9 tungl og Satúrnus 9, með
leifum af því 10., er nú snýst eins og efnisbelti um hann
miðjan.
Þan nig hefir þá flóðbylgjukenningin og þó einkum sá
liluti hennar, er vér höfum nefnt útsogskenninguna, skýrt
fyrir oss uppruna sólkerfis vors á alveg fullnægjandi hátt.
En nú er eftir að vita, hversu margar byggðar stjörnur
muni vera í þessu sólkerfi eða öðrum.
lO. Byggðar stjörnur og óbyg-griiegra.r.
Úá er Jeans hefir gert grein fyrir uppruna sólkerfisins, víkur
hann að spurningunni um upptök lífsins og hversu marga
griðastaði það muni geta ált sér í himingeimnum.
Jeans spyr: Er lífið einskonar sýking efnisins, er það
verður fyrir á efri árum, þá er það hefir misst hið upp-
runalega geislamagn sitt og er orðið svo að segja að ösku
°S fijalh í skauti hinna dimmu hnatta? Er það einhvers-