Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 108
108
líf af svipuðu læi og sjálfra vor. Og í sannleika væri það
nokkuð djarft að ætla, að nállúran hefði hvergi í öllum al-
heimi ondnrtekið tilraun þá, sem hún hefir gjört á jörðu
hér. Þó eru ýmis atriði, sem hljóta að bægja oss frá þvi,
að gera ráð fyrir of mörgum mannabyggðum í alheimi.
þá er vér athugum stjörnurnar í stjörnukiki, fær það oss
eigi litillar undrunar að sjá, hve margar þeirra, sem fyrir
berum augum lita út eins og einstakir deplar, leysast upp í
tvístirni hvort við annars hlið. Og þar sem sljörnukíkinn
þrýtur, þar segir litsjáin oss oft frá tveim stjörnum, er snú-
ast hvor um aðra. Að minnsta kosti þriðja hver stjarna á
himninum er tvístirni, þ. e. a. s. tveir sjálflýsandi hnettir
í líkingu við sól vora. Því er hin eina allt-lýsandi sól ekki
hið eina endimark þróunarinnar; ekki ósjaldan hefir þró-
unin tekið allt aðra stefnu og endar þá á tveim sólum, er
snúast hvor um aðra. En naumast verða gerð ráð fyrir
reikisljörnum umhverfis slíkar tvisólir. Er ekki einungis erfitt
að hugsa sér þær á ákveðnum brautum, þar sem aðdráltar-
áhrif tveggja sólna yrðu næsta flókin, heldur er lika ástæðan
til að mynda reikistjörnur alveg horfin, þar sem hin upp-
runalega sól hefir fullnægt þörf sinni með því að skiptast í
tvennt, í stað þess að geta af sér marga smærri hnetti.
Augljósasla orsökin lil slikrar skiptingar er alltof mikill
snúningshraði. l’vi meir sem hin eimkennda sól dregst saman,
þvi hraðar snýst hún um sjálfa sig, þangað til að því rekur,
að hún getur ekki lengur haldið sér heilli og verður því að
finna einhverjá úrlausn. Eflir frumþoku-kenningu Laplace
fann sól vor þessa úrlausn í því, að varpa frá sér efnis-
beltum, er undust aflur saman í hnelti. En ef ekki hefði
verið þelta eina dæmi upp á reglulegt sólkerfi, sem næst
okkur er, hefðum vér sennilega ályktað frá þeim ógrynnum
tvisólna, er sjást svo viðsvegar um geiminn, að hin venju-
lega afleiðing of mikils snúningshraða væri að skiptast í tvennt
og í nokkurn veginn jafnstórar sólir.
Þrátt fyrir þelta kynnu menn enn að geta haldið, að
þessir tveir möguleikar, að mynda sólkerfi og skiptast í tvi-
stirni, væru álika tíðar úrlausnir á ofmiklum snúningshraða,
svo að sólstjarnan gripi til annars hvors þessa eftir því, sem
ástæður Jægju til. En nú er það svo, að vér þekkjum þús-
undir tvístirna, en aðeins eilt sólkerfi, enda er oss það um
megn að uppgötva önnur sólkerfi, jafnvel þótt fleiri væru til.
Vér getum aðeins skírskotað til þeirrar fræðimannlegu niður-