Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 110
110
á sólirnar en á akörnin? Hafi hún ekki neitt annað eða
meira markmið en það, að finna einhversstaðar griðastað
fj'rir stærstu og markverðustu tilraun sína, manninn, þá væri
það rétt eftir henni að sóa milliónum sólna til þess, að
aðeins ein þeirra, og svo að segja af tilviljun, gæti náð
takmarkinu.
Má meira að segja setja enn þrengri skorður en þetta
fyrir því, hvar líf geti þrifizt. Því að þegar vér förum að
leita að þessum griðastöðum lífsins, hljótum vér jafnvel að
hafna mörgum þeim, sem líklegir þóttu í fyrstu. Litilfjörleg-
ustu atriði geta varnað þvi, að lifandi verur geti yfirleitt
orðið til; og enn önnur smávægileg atriði geta gert út um
það, hvort þær geti þróazt til æðri lífsmynda. Samt sem
áður geri ég ráð fyrir, að þegar öllu er á botninn hvolft,
verði þó eftir nokkrar stjörnur hingað og þangað um himin-
geiminn, er geli keppt við jörð vora í þessu efni«. —
Svo mörg eru þessi orð, og æltu þau að geta orðið þeim
til varnaðar, bæði hér og annarsstaðar, er láta sér svo tið-
rætt um lifið á öðrum stjörnum, sem væri það alveg sjálf-
sagður og hversdagslegur hlutur.
En einmitt fyrir það, hversu fágætt það virðist, að byggi-
legar stjörnur verði til, hefir nú jörð vor, þrátt fyrir smæð
sína og litilmótleik, öðlast þá sæmd og það veglega hlut-
skipti, að verða griðastaður lífsins og aðsetur þeirrar »stærstu
og markverðustu tilraunar«, sem náttúran hefir gjört, að
framleiða skyni og skynsemi gæddar verur. Með þessu hefir
jörðin aftur sezt í það öndvegi, sem henni áður var hrundið
úr, og allt útlit er fj'rir, að hún skipi það um milliónir og
jafnvel billión ára. f*vi ættum vér að kappkosta að kynnast
forsögu jarðar vorrar og framtiðar-möguleikum, svo sem
frekast er kostur á, og muna það, að hún, þrátt fyrir smæð
sína og lítilmótleik, er vagga hins gróanda lífs og griðastaður
óteljandi framtíðar-möguleika.