Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 117
117
áhrif, svo kunnugt sé. geta breytt neinu í útgeislan þessara
efna. Þau geisla sifellt frá sér sama geislamagni, þannig að
helmingur úransins eyðist á c. 6000 milliónum ára, en helm-
ingur thoriums á 13.000 milliónum ára, og að siðuslu verða
geislaefni þessi að óvirku blýi. Má því af hlutfallinu milli
hins geislandi efnis og b!ýs þess, sem úr því hefir myndazt,
ráða, hve langir timar eru liðnir frá því, er það fyrst tók
að geisla, og hefir, eins og þegar hefir verið tekið fram,
aldur jarðarinnar eða öllti heldur jarðskorpunnar verið ráð-
inn af þessu. Af þeim sýnishornum, sem rannsökuð hafa
veriö, hafa menn reiknað út, að það væru minnst 200 mill.
ára og i mesta lagi 1200 mill. ára, siðan fornbergið
myndaðist.
En nú er annað. Allri útgeislan þessara efna, þótt hún sé
litil og langæ, fylgir nokkur hitaframleiðsla. Og ef hitinn
kemst ekki með einhverju móti burt, hlýtur hann að safnast
fyrir. Og þessi hitaframleiðsla, þótt hún sé agnarsmá á
hverri sekúndu, getur numið talsverðu á löngum tíma, segj-
um milliónum ára. Og þá getur auðvitað svo farið að sið-
ustu, að öli undirstaða jarðskorpunnar, svo og fjallsræturnar
sjálfar, bráðni. Af þessu myndi auðvitað leiða, að fjöll og
meginlönd sigju ofan í bráðnaða eðjuna og að höfin flæddu
inn yfir meiri eða minni hluta þeirra og það þvi fremur,
sem höfin grynntust af þvi, að allur hnölturinn þendist
nokkuð út.
Nú hafa menn reiknað út meðaltal af hitaframleiðslu
þeirri, sem geislan þessara efna hefir í för með sér, og nemur
hitaframleiðslan við úraniumgeislanina 16.8 x 10 - 14 gr. cal.
á sek., en við thoriumgeislan 13.2 x 10 _ 14 gr. cal. á sek.,
og verður það samanlagt 30.0 X 10 - 14 gr. cal. á sek.1) Þetta
er auðvitað ósköp litið, en safnast þegar saman kemur, og
á tugum millióna ára getur þetta numið því, að nokkuð af
jarðskorpunni bráðni, svo og öll undirstaða hennar.
Af ýmsum ástæðum, sem ekki verða nánar greindar hér,
gera menn ráð fvrir, að basalllag það, sem ber jarðskorp-
una uppi, sé nú í seigþéttu ástandi, eins og basalt venjuleg-
ast er, sem hvilir undir miklu fargi. Hitastig þess gera menn
ráð fyrir, að sé frá 986° C. efst og allt að 1050° C. nokkru
neðar. Til þess að bráðna þyrfti nú basaltlag þetta að bitna
um 100°, úr 1050° upp í 1150° C. Hvað langan tima myndi
1) The Surface-History, bls. 70.