Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 118
118
nú hitaframleiðsla hinna geislandi efna í basaltinu þurfa til
þess, að það bráðnaði, ef menn gera ráð fyrir, að enginn
hiti geli rokið burt úr því fyrrir leiðslu eða á annan hátt?
Svarið er, að þetta myndi taka frá 33 mill. til 56 millióna
ára eftir þvi, hve mikið af geislandi efnum menn ætla, að
séu í basaltinu.1) En taki basalteðjan að bráðna, þá leiðir
óhjákvæmilega af því, það sem áður er sagt, að hnötturinn
þenst nokkuð út, fjöll og meginlönd síga niður í yrjuna og
að höfin flæða inn yfir löndin. En jafnskjótt og hitinn er
rokinn burt, storknar undirstaðan að nýju, hnötturinn dregst
saman, höfin flæða af löndunum og löndin hefjast á ný, en
fjöll og fjallgarðar taka að skapast með ströndum fram og í
djúpum dældum, þar sem mikill framburður hefir átt sér stað.
9. Bráönun ólijá.Uvaemileg-. En er nú óhjá-
kvæmilegt, að undirlag jarðskorpunnar bráðni með tið og
tíma? Leidd hafa verið rök að þvi, að engin hitaleiðsla geti
átt sér stað frá basaltlaginu upp í gegnum jarðskorpuna og
fjöllin af því, að hitinn sé jafn hár í fjallsrótum og í basalt-
eðjunni í kringum þær. Nokkur hiti kann að geta leiðst bnrt
á hafsbotnum, þar sem basaltlagið liggur upp að þeim, en
brátt myndast þar og jafnvægi milli efra og neðra lags, og
þá hættir hitinn einnig að geta leiðst burt þar. En geti hitinn
ekki leiðst eða rokið burt lengur, þá safnast hann fyrir og
þá fer að smáhitna i eðjunni og því tljótar, því meira sem
geislamagn hinna geislandi efna í basaltinu er. Nú er hita-
framleiðsla hinna geislandi efna í basaltinu talin 0.11 x
10 ~ 12 gr. cal. á sek., en það verða 3.46 gr. cal. á 1 millión
ára, og þá ætti að þurfa, eins og áður er sagt, um 33 mill.
ára, til þess að basaltið hitnaði um liðug 100° og tæki að
bráðna. Hafi basaltið minna af geislandi efnum i sér fólgið,
eins og t. d. basalt það, sem runnið hefir á Suðureyjum,
þá framleiðir það ekki nema 2.2 gr. cal. á 1 millión ára, og
þá ætti að þurfa allt að 56 milliónum ára til þess, að eðjan
bráðnaði. En bezta sönnunin fyrir þvi, að þessi bráðnun sé
óhjákvæmileg, er þó það, að hún hefir átt sér stað og það
oftar en einu sinni. Ber þá jarðskorpan nokkur merki þess,
að slikt hafi komið fyrir, og meira að segja hvað eftir annað,
á umliðnum jarðöldum?
ÍO. .Jaröaldir og' jaröbyltingar. Eftir þeim
geislandi efnum, sem fundizt hafa i jarðskorpunni, svo og
1) The Surface-History of the Earth, bls. 92.