Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 121
121
innsævi, þar sem þeirra hefir að litlu eða engu áður gætt.
Og þó á merkilegasta fyrirbrigðið enn eftir að koma í ljós,
og það er það, að lönd öll fara að mjakast hægt vestur á
bóginn og færast út yfir hafsbotnana.
Þegar nefnilega allt undirlagið er bráðnað, fer jarðskorpan
sjálf að taka þátt í flóðbylgjuhreyfingunni og færast hægt og
hægt vestur á bóginn. Fjöll og lönd, sem áður hafa staðið
föstum fótum í þéttri eðjunni, á meðan hún enn var í
storknu ástandi, fara nú, er hún bráðnar, að missa aðhaldið
að neðan, og fara þvi að mjakast hægt og hægt með flóð-
bylgjunni vestur á bóginn út yfir hafsbotnana. En þetta
hefir tvennt í för með sér, að höf myndast þar, sem áður
voru lönd, og lönd ber þar yfir, sem áður voru hafsbotnar.
Þetta litur út sem hin þarfasta varúðarráðstöfun, þvi að hit-
inn úr bráðnuðu basaltinu rýkur miklu fyr upp af hafsbotn-
unum en upp í gegnum jarðskorpuna á landi. Ef löndin
sætu föst, þar sem þau voru komin, myndi að síðustu hitna
svo i rótum fjallanna, að það að síðustu hefði ógurleg eld-
gos og byltingar í för með sér, og myndi það sennilega tor-
tíma öllu jarðlífi. En einmitt það, að löndin, jafnskjótt og
basaltlagið undir þeim er bráðnað, fara að mjakast vestur á
bóginn út yfir hafsbotnana, þar sem hitinn er þegar rokinn
burt að nokkru eða öllu leyli, veldur þvi, að hann nú einnig
getur farið að rjúka burt úr hinu forna undirlagi þeirra.
Þetta varnar stórfelldum byltingum og hættulegum, sem
annars kynnu að verða, og gerir það að verkum, að hitinn,
sem safnazt hefir fvrir i basaltlaginu, getur smámsaman
rokið burt hringinn í kringum allan hnöttinn. Annars kynni
hann að hafa getað sprungið í einhverri af hinum undan-
förnu jarðbyltingum. En þetta, að basalteðjan gerir ýmist
að hitna eða kólna, er eins og innöndun og útöndun hnatlar-
ins, sem heldur öllu i sæmilega góðu gengi.1)
Þegar hitinn er rokinn burt, en það tekur þetta frá 3l/i —
5 milliónir ára, fer eimyrjan aftur að þéttast og storkna, en
það, sem storknað hefir, sígur niður á við, og þannig smá-
storknar aftur öll basalteðjan. En þá snýst allt aftur við og
sækir i sama horf og áður. Jarðhitinn minnkar; jarðarhnött-
urinn dregst aftur saman um það, sem útþensla hins bráðn-
aða basalts nam; hringgeisli jarðar styttist og yfirborð hnattar-
ins minnkar að sama skapi. En fyrir þetta fara hafsbotn-
1) Sbr. The Surface-History, bls. 95—96