Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 125
125
Ef vér nú virðum þessa fjallgarða fyrir oss, hljótum vér að
kannast við, að hliðaröfl þau, sem hafa reist þessi fjöll, geta
verkað langt inn fyrir strendur meginlandanna. Það er ekki
heldur neitt óskiljanlegt í þessu, því að þrýstiöflin, sem
getið var um, hljóta að verka langt inn i meginlöndin, og
ef þau þar hitta fyrir sér einhvern bilbug í jarðskorpunni,
eru þau viss með að finna hanna.1)
En hvernig verða þá fjöllin til? Fjöllin í Evrópu og Asiu
hafa orðið til fyrir þrýstiöfl úr suðri og norðri, fjöllin i Ame-
riku fyrir þrýstiöfl úr vestri og austri. Pessi þrýstiöfl komu
frá höfunum, þegar hafsbotnarnir við kólnan undirlagsins
lögðust upp að meginlöndunum og þykknuðu meir og meir,
eftir þvi sem eðjan storknaði. Strandlengjan varð að láta
undan þessum óhernju öflum, þannig að hún lvfti nokkru
af efni því, sem hafði safnazt fyrir í lautum og jarðföllum
á landi, i loft upp, en færði annað efni í kaf.
Við bráðnunina, sem á undan fór, höfðu myndazt djúpar, .
ilangar, oft mörg þúsund mílna langar, skálar í jarðskorp-
una hér og hvar, svonefndar samhverfur /geosynclinesj, og
þær héldu sér, en smáfylltust af efni fyrir framburð fljóta
og vatna. 1 þeim liöfðu því mvndazt sandsteinslög, hvert á
fætur öðru. Fvrir eðlisþunga sinn og þrýstinginn frá hafs-
botnunum sökkva nú lög þessi æ dýpra og dýpra niður í
basalteðjuna og þvi meir, þvi meir sem hún tekur að bráðna.
Svo bráðnar hún öll og hitinn rýkur burt á þann hátt, sem
lýst var. Pá nálgast önnur bylting. Eðjan tekur að stirðna
og þéttast. Þrýsfiöflin frá hafsbotnunum, er leggjast upp að
meginlöndunum, fara að láta til sín taka. Og hvað skeður þá?
Efninu, sem sökkt hefir verið niður i samhverfuna, er þrýst
enn dýpra, þangað til jafnvægisstöðu við eðjuna undir niðri
er náð, og þar hvilir hið verðandi fjall enn um stund i iðr-
um jarðar, eins og fóstur í móðurlifi. En svo hefst fæðingin.
l3egar basaltið undir niðri fer aftur að stirðna og þéltast, fara
að myndast öfl, er spyrna neðan frá og upp eftir, og þau
spvrna loks bjargþunga sandsteinslaganna í loft upp, og ef
til vill nokkru af graniti, sem legið hefir undir þeim, þangað
til jafnvægisstöðunni við hið stirðnaða basalt er náð, en hún
er, eins og lýst hefir verið, sú, að hér um bil V8 af fjöllun-
um gnæfir upp yfir yfirborð jarðar, en hitt er á kafi í
eðjunni.
1) The Surface-History of the Earth, bls. 107—08.