Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 129
129
lf». Framtíft jaröarinnar. Vilji menn vita eilt-
hvað um framtið jarðarinnar, þá mun réttast að hyggja f}rrst
að þvi, hvað móður hennar, sólunni, liður, og hvað fyrir
henni kunni að liggja. lJvi er ekki að neita, að það getur
komið fyrir, að sól vor rekist á einhvern sinn líka á göngu
sinni um himingeiminn, ou þá er lifinu á þessari jörð þegar
lokið. En það eru sára litlar líkur til þessa, því að svo
langar leiðir eru milli sólnanna i geimnum, að slíkt getur
tæplega komið f}rrir. Allmiklu meiri hælta er á því, að sól
vor skreppi saman með lið og tíma og verði að dvergsól,
og er þá einnig lífinu á þessari jörð lokið. Hitt er þó lang-
sennilegast, að sólin haldi áfiam að lýsa með nokkurn veg-
inn sama Ijósmagni um að minnsta kosli 15U.000 milliónir
ára, og að enn sé lífvænt á jörðu hér eftir jafnvel billión
ára hér frá, en það er 500 sinnum Iengri lími en öll ævi
jaiðarinnar nemur frá fyrstu tið, og að minnsta kosti 2
millión sinnum lengri timi en sá, sem maðurinn á þegar að
liafa lifað hér á þessari jörð. Hve margar jarðhyltingar mað-
urinn á eftir að lifa og hvort hann lifir þær af, er erfilt að
segja. En ef dæma má eftir líkum, virðist lifinu frekar hafa
farið fram en aftur eftir hverja jarðbyllingu. Pá er loks að
spyrja að því, hvort hin geislandi efni, úranium og thorium,
muni endast jörðunni til þess að endurnýja sig með, um
nægilega langan tíma. Þar sem hálfvirðis tiðir þeirra heggja
nema mörg þúsund milliónum ára, virðist ekki heldur þurfa
að kviða þvi. Allar líkur benda því til þess, að mannkynið
á þessari jörð eigi, ef svo má segja, óendanlega langt lif lyrir
höndum, ef það þá ekki á einhvern hatt, með eiturstyrjöld-
um eða þviliku, fer sjálfu sér að voða.
Vér, sem nú lifum, lifum þá rétt í árdegi menningarinnar
á þessari jörð; en fram undan mannkyninu liggja óralangir
timar, er það hefir til þess að fullkomna sig á. Enn glepja
morgunþokurnar oss sýn og girða jafnvel fyrir útsýnið, svo
að vér eigum bágt með að ímynda oss, hvernig umhorfs
kann að verða á þessari jörð, þegar kominn er hádagur,
og mannkynið hefir hafið sig til enn meiri siðmenningar.
Undravert er það, hvað maðurinn hefir þegar komizt, hvernig
hann hefir brotizt upp úr villimennsku, fáfræði og hjátrú,
til siðmenningar, visinda og lista; hversu honum smámsaman
hefir tekizt að fjötra öfl nátlúrunnar og gera þau að þjón-
ustusömum öndum, og hvernig hann nú er farinn að skyggn-
17