Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 133
133
fram, að efnið í sólunum ónýtist með þvi að snúast upp í
útgeislan. En þá þarf efnið með einhverjum hætti að verða
til að nýju, ef nýir heimar eiga að verða til, en þessa
»sköpun efnisins« telur hann unnt að skýra með þrennu
móti.
»Ef vér viljumcc, segir Jeans, »hafa náttúrufræðilega skýr-
ingu á þessari sköpun efnisins, þá getum vér hugsað oss
geislaorku af hvaða bylgjulengd sem er, ef hún aðeins er
minni en 1.3 X 10-13 cm. [þ. e. finni en fíngerðustu geim-
geislarnirj, veitt inn í tómt rúmið. Slik orka hefði meira
starfsmagn en nokkur sú orka, sem vér þekkjum i þessum
heimi og hrun hennar [í óæðri orkumyndirj gæti vel skapað
alheim, er líktist vorum heimi. Taflan á bls. 141 sýnir, að
geislan af slikri bylgjulengd gæti vel krystaliserast i posi-
tivar og negativar rafeindir, og að siðuslu myndað efnis-
eindir. En ef vér viljum hafa einhverja áþreifanlega mynd
slíkrar sköpunar, getum vér hugsað oss Guðs fingur selja
Ijósvakann á hreyfingucc.
»En vér getum líka koniizt hjá slikum grófgerðum lík-
ingum með því að hugsa oss tima, rúmi og efni steypt i eitt,
svo að það mvndi eina samfellda heild; en þá er meiningar-
laust að tala svo, sem tími og rúm hafi verið til á undan
efninu. í’etta sjónarmið kemur ekki einungis heim við
gamlar heimspekikenningar, heldur og við hina nýju af-
stæðiskenningu. En þá má likja alheiminum við takmarkað
málverk, sem tekur yfir svo og svo mikinn tíma og rúm;
rafeindirnar eru þá strikin í málverkinu og gera það að
ákveðinni mynd á grunni tímarúmsins. Hugsi menn sig nú
eins langt altur í tímann og þeir geta, koma þeir ekki að
sköpun málverksins, heldur að vzlu takmörkum þess; en
sjált' málningin á málverkinu liggur eins mikið l'yrir utan
það eins og málarinn er fvrir utan léreptið, sem hann er
að mála á. Að tala um sköpun í tíma og rúmi frá þessu
sjónarmiði væri likt og að vilja sjá málarann mála mynd
sina með því, að fara út á vztu brún hennar. Þetta sjónarmið
þokar oss mjög nærri þeim heimspekilegu tilgátum, er lita
á alheiminn eins og hugsun í hölði skaparans og gera allt
hjal um líkamlega sköpun að engucc.1)
Eins og menn sjá, gerir Jeans hér ráð fjrrir þrem skýr-
ingum, nátlúrui'ræðilegri, guðfræðilegri og heimspekilegri
1) The Uaiverse Around Us, bls. 327—28, sbr. bls. 141 í sömu bók.