Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 140
140
einskorðuð, vélræn nauðsyn, er öllu réði, og að allt, sem á
eftir færi, væii fyllile^>a ákveðið af þvi, sem a undan væri
farið. En nú hafa menn, einkum við rannsóknir á öllu
hattalagi hinna smæstu einda, rafeinda og efniseinda, sem
eru að leysast upp, komizt að raun um, að þar er ýmislegt
á hvörfum, svo að bru}>ðið getur til beggja skauta, en ekki
neitt einskorðað og fyrirfram akveðið. Fyrir því hafa þessir
menn að mestu leyti gefið upp trúna á hina algerðu orsaka-
nauðsyn, en aðhyllast miklu fremur það, er nefna mælti
likindi í stærri eða minni mæli, en með þessu er einmitt
lifi og anda gefið miklu meira svigrúm en áður. Má segja,
að visindin séu með þessu sloppin úr járngreipum nauð-
ungarinnar yfir i það, sem nefna mætti silkiglófa likindanna
og sennileikans. En svo að menn nú sjálfir sjái, að hér er
ekki farið með staðlausa stafi, lieldur bláberar staðreyndir,
skulu nú skoðanir manna á orsakasamhenginu raktar frá
rótum. —
Ef vér þá fyrst gerum oss i hugarlund, hvernig frum-
maðurinn hafi litið á orsakasamhengið, er oss nær að halda,
að honum hafi þótt náttúran næsta flókin og óskiljanleg. Að
vísu voru hin einföldustu fyrirbrigði hennar jafnan söm við
sig; þungir hlutir féllu jafnan til jarðar, steinninn sökk, þegar
honum var varpað í vatn, en spýtan flaut, og sólin reis að
morgni, en gekk til viðar að kvöldi. En önnur flóknari fyrir-
brigði virtust næsta duttlungakennd. Laust ekki eldingunni
niður i eilt tré, án þess að önnur sakaði? Og var ekki stund-
um gott veður með nýju tungli, en stundum slæmt? Og hví
sýktist einn maður og dó frekar öðrum?
En þar sem frummanninum virtist náttúran svo dultlunga-
gjörn, var ekki nema eðlilegt, að hann i fyrstu hugsaði sér
hana í sinni eigin mynd og likingu. Allt, sem honum virtist
óreglubundið og duttlungakennt, hugsaði hann sér að stafaði
af duttlungum og skapbrigðum anda og goða, illra eða góðra,
sem ýmist vildu vinna mönnum mein eða voru þeim hlið-
hollir. Það var þvi ekki annað ráð vænna en að reyna að
milda skapsmuni andanna með einliverju móti og reyna að
trySkí3 sér vinfengi þeirra og hollustu. Af þessu spratt til-
beiðslan og trúarsiðir manna, fórnir og bænahald.
En er fram liðu stundir, fóru menn að evgja meiri og
meiri festu í rás viðburðanna, og loks fóru þeir að trúa þvi,
að hvert atvik og hvert fyriibrigði myndi hafa sina eðlilegu
orsök, og ef orsökin væri einangruð, þannig að aðrar orsakir