Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 152
152
getað skýrt né skilið, I, 14). Þvi virðist nátlúran t'ara nær
þessuni stærðfræðilegu hugtökum en nokkru öðru, sem menn
áður hafa beitt til þess að ná tökum á henni.
1 öðru lagi munu menn segja, að ekki sé nein hrein og
ákveðin markalína milli hinnar hreinu stærðfræði og hinnar
hagnýttu stærðfræði, en hana hafi menn lesið svo að segja
út úr náttúrunni sjálfri, og því sé ekki að kynja, þótt stærð-
fræðilegar formúlur eigi yfirleilt við hana. Pessu verður
náttúrlega ekki neitað; en þó er það, eins og þegar er sagt,
næsta kynlegt, að einmitt þær formúlur hinnar hreinu slærð-
fræði, sem virtust fjærst veruleikanum, komu að einna bezlu
haldi, og allt bendir þetta í þá átt, að tilveran sé hvorki
sköpuð af duttlungafullum anda né af hugvitssömum vél-
fræðingi, heldur sé »hinn mikli höfuðsmiður himins og jarðar
nú að koma í ljós sem hreinn stærðfræðingurcí.1)
Vér viljum aðeins bæta því við, að hann muni sjálfsagt
eiga eftir að birtast mönnum í mörgum öðrum og fegurri
likjum. Og oss þykir betur hlýða að ljúka máli voru með
niðurlaginu af hinu dýrðlega kvæði Einars skálds Benedikts-
sonar, »Norðurljós«;
Hve voldugt og djúpt er ei himinsins haf
og hásigldar snekkjur, sem leiðina þreyla.
Að höfninni leita pær, hvort sem þser beita
i horflð — eða þær beygja af.
En aldrei sá neinn þann, sem augað gaf,
— og uppsprettur ljóssins ei fundnar né skýrðar.
Með beygðum knjám og með bænastaf
menn bíða við musteri allrar dýrðar.
— En autt er allt sviðið og harðlæst hvert htið
og hljóður sá andi, sem býr þar.
1) The Mysterious Universe, bls. 134: — »Thc Great Architect of
the Universe now begins to appear as a pure malheinatician«.