Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Blaðsíða 128
sem lagði til þess norska hafrannsóknarskipið Hákon Mosby sem búið er kröft-
ugum loftbyssum til slíkra mælinga. Landhelgisgæslan lagði til varðskipið Ægi en
verkefnið var einnig styrkt af vísindasjóði Rannís. Svo heppilega vildi til að neðan-
sjávarmælarnir náðu einnig að skrá báða Suðurlandsskjálftana en þau gögn veita
okkur mikilvægar viðbótarupplýsingar um innri gerð jarðskorpunnar undir land-
inu sjálfu sem fróðlegt verður að bera saman við úthafsgögnin.
Unnið var að rannsóknum á eðli og hegðun eldgosa í jöklum. í kjölfar gosanna í
Gjálp 1996 og Grímsvötnum 1998 hafa viðbrögð Vatnajökuls við eldgosum verið
könnuð. sem og gerð og lögun gosmyndana og jarðhiti þeim tengdur. Voru mæl-
ingar unnar í leiðöngrum Jöklarannsóknafélags íslands á jökulinn. I kjölfar um-
brota í Mýrdalsjökli sumarið 1999 var fylgst með breytingum á yfirborði Mýrdal-
sjökuls vegna jarðhita með radarhæðarmælingum úr flugvél. Eru þessar mæling-
ar hluti eftirlits með Mýrdalsjökli og kostaðar af Alþingi. í ágústmánuði var haldin
í Reykjavík fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um eldgos í jöklum, lce-volcano interac-
tion on Earth and Mars. Var skipulagning hennar unnin að töluverðu leyti á jarð-
eðlisfræðistofu.
Haldið var áfram þyngdarmælingum á megineldstöðvum til að rannsaka innri
gerð þeirra. [ því skyni var unnið að þyngdarmælingum á Eyjafjallajökli. Þá var á
árinu unnið áfram við verkefni sem beinist að því að kanna framleiðni gosbeltis-
ins milli Þingvalla og Langjökuls á hlýskeiðum og jökulskeiðum með mælingum
á rúmtaki hrauna og móbergsmyndana á svæðinu. Er þetta gert með samtúlkun
þyngdarmælinga og jarðfræðikortlagningu.
Mætingar á varanlegri segulstefnu í hraunlögum á íslandi eru gagnlegar sem
hluti kortlagningar jarðlagastaflans. Þær veita einnig ýmsar upptýsingar um
hegðun jarðsegulsviðsins (svo sem umsnúninga þess) sl. 15 milijón ár. Megin-
verkefnið þessi árin er sýnasöfnun á norðvestanverðum Vestfjörðum. ásamt seg-
ulstefnumætingum á sýnum. og úrvinnslu. [ sumar voru boruð kjarnasýni úr 190
hraunlögum í kringum elstu surtarbrandslögin sunnan og norðan ísafjarðardjúps.
Þetta verkefni hófst 1998 og er samstarf um það við Björn S. Harðarson jarðfræð-
ing við R.H. og fteiri sem sjá um aðra þætti kortlagningar á svæðinu. Á árinu 2000
var verkefnið stutt af Rannsóknasjóði Háskólans. Handrit um bergsegutmætingar
á um 120 hraunlögum í Skarðsheiði var sent til birtingar. Haldið var áfram að
kortleggja jarðmyndanir frá svonefndu Skálamælifells-segulskeiði á sunnanverð-
um Reykjanesskaga. Grein um flugsegulmælingar yfir Mýrdalsjökli kom á prent.
Unnið var að öftun heimilda um ýmsar rannsóknir í náttúruvísindum sem tengjast
(slandi, einkum á 19. öld. Stærsta verkefnið þar tengist silfurbergsnámunni í
Reyðarfirði. Út kom grein um rannsóknir Þjóðverja í jarðvísindum á og við ístand
1819-1970.
Haldið varáfram mælingum á afkomu. hreyfingu og afrennsli vatns frá Vatnajökli
og Langjökli, mati á orkuþáttum sem valda leysingu jökla (í samstarfi við Lands-
virkjun og með styrk frá Evrópusambandinu) og rannsóknum á stærð jökla á ís-
landi á sl. öld. Birtar voru ítartegar fræðigreinar um kortagerð af yfirborði og botni
Mýrdatsjökuls með greiningu á etdstöðvum og jökulhlaupum og um líkangerð af
ftæði Vatnajökuts. Unnið var að rannsóknum á breytingum á Grímsvötnum. vatns-
söfnun og jökulhlaupum frá þeim, í samstarfi við Vegagerðina.
Unnið var að skipulagningu Send International Conference on Mars Polar Science
and Exploration. 21-15 August 2000, sem haldið var við Háskóta (slands. Enn
fremur vann starfsmaður. að beiðni rektors, í framkvæmdanefnd Jöktasýningar
og Jöktasafns á Höfn í Hornafirði.
Unnið var að rannsóknum á umbrotum í Mýrdalsjökli og veitt ráðgjöf um þau fyrir
Almannavarnir og Vegagerð og fjötmiðla.
Stöðugar samsætur súrefnis og vetnis voru mældar í völdum sýnum úr Dye-3
ískjarnanum frá Suður-Grænlandi til að meta áhrif diffusionar á samsætugitdi í
jökulís. Haldið var áfram að túlka niðurstöður samsætumætinga í grunn-
vatnssýnum úr Skagafirði. sem safnað var á árunum 1996-1998, og niðurstöður
kynntar á ráðstefnum og í greinum. Samsætur í grunnvatnssýnum úr Kjós og í
jarðhitavatni af Kröflusvæðinu voru mældar á árinu. Hafstraumakerfi norðan ís-
lands voru könnuð með samsætumælingum í samvinnu við Hafrannsóknastofnun
og aldursgreiningar á lífrænum leifum í setkjörnum af landgrunni íslands voru
gerðar í samvinnu við AMS aldursgreiningarstofuna í Árósum. Uppbyggingu á
lofttæmilínu til undirbúnings vatnssýna fyrir geislakotsmætingar lauk á síðasta
124