Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Blaðsíða 124
Rannsóknir
Efling rannsóknavirkni kennara er aðalviðfangsefni Rannsóknastofnunarinnar og
er unnið að því með margvíslegum hætti. Uppbygging tækjakosts, hugbúnaðar og
annarra mikilvægra rannsóknartækja. s.s. mælitækjabanka. eru mikilvæg atriði.
Umfjöllun og uppbyggileg umræða um rannsóknir almennt og rannsóknaverkefni
kennara sérstaklega skipa mikilvægan sess í starfsemi stofnunarinnar. Rann-
sóknastofnun leggur sig fram við að hlúa að meistaranámi í hjúkrunarfræði. m.a.
með því að skapa stúdentum vinnuaðstöðu í húsnæði stofnunarinnar.
Á árinu 2000 höfðu samtals 69 rannsóknir í hjúkrunarfræði verið skráðar í gagna-
grunn RIS. Rannsóknaverkefni eru fjölbreytileg og tengjast í flestum tilvikum
ákveðnum hagnýtum og klínískum úrlausnarefnum. Dæmi um rannsóknaverk-
efni eru: Verkir og verkjameðferð. þarfir foreldra veikra barna. heildræn hjúkrun
fólks með lungnasjúkdóma, heilbrigði kvenna og starfsánægja hjúkrunarfræð-
inga. Fyrir utan rannsóknastyrki frá Rannsóknasjóði Háskóla íslands og Rann-
sóknaráði íslands hafa kennarar fjármagnað rannsóknir með erlendum styrkjum,
styrkjum frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og með samstarfi við hinar
ýmsu stofnanir og félagasamtök.
Mörg rannsóknaverkefni tengjast starfsvettvangi hjúkrunarfræðinga og hafa
hagnýtt gildi fyrir heilbrigðisþjónustu. sem birtist í breyttum viðhorfum eða starfs-
háttum. Dæmi um hagnýt verkefni eru: Innleiðing og árangur skipulagsbreytingar
í hjúkrun. rafræn skráning hjúkrunar, ánægja foreldra með heilbrigðisþjónustu,
geðheilsuvernd mæðra eftir fæðingu. fjölskylduráðgjöf við barneignir, bætt verkja-
meðferð, gæðastjórnun. skýringarlíkön ofbeldis og heilsufar ftugfreyja. hjúkrun-
arfræðinga og kennara. Titkoma meistaranáms í hjúkrunarfræði hefur eftt rann-
sóknavirkni kennara. Dæmi um rannsóknir sem unnar eru í samvinnu við meist-
aranemendur eru: Ftokkun á svefnvandamálum ungra barna. stuðningsmeðferð
fyrir foretdra á nýburadeild, stuðningsmeðferð við foreldra krabbameinsveikra
barna. mat sjúklinga á hjúkrunarþjónustu á bráðadeitd og þættir á vinnustað sem
tengjast sálfélagslegum þáttum heilbrigðis. Fyrir liggja upplýsingar um 11 birt-
ingará ritrýndum greinum 6 kennara í hjúkrunarfræði. nokkurn fjölda óritrýndra
greina og verutegt magn fyrirlestra á rannsóknaráðstefnum bæði hértendis og er-
tendis.
Starfsmenn Rannsóknarstofnunnar veita ráðgjöf til hjúkrunarfræðinga, sem vinna
að rannsóknum á starfsvettvangi sínum. auk þess sem hluti hjúkrunarfræðikenn-
ara vinnur í nánu rannsóknarsamstarfi við íslenska hjúkrunarfræðinga í ktínísk-
um störfum.
Kynningarstarfsemi
Kynningarefni erá heimasíðu Rannsóknastofnunar www.hi.is/nam/hjukrun/rann-
sokn.html og er þar að finna yfirlit yfir rannsóknir kennara.
Fræðslustarfsemi
Á vegum Rannsóknastofnunar eru skipulagðar sértækar mátstofur og fyrirlestrar
um aðferðafræðileg viðfangsefni, atmennar opinberar málstofur í hjúkrunarfræði.
málstofur meistaranema, rýnifundir þarsem handrit kennara að rannsóknagrein-
um fá uppbyggitega umfjötlun. opinberir fyrirtestrar, vinnusmiðjur og mátþing.
Á árinu 2000 voru hatdnar 5 málstofur, 5 rannsóknaseminör og eitt málþing. Við-
fangsefni málþingsins var Sérfræðiþekking í hjúkrunarstarfinu og var það haldið í
samstarfi við Landspítala-háskólasjúkrahús. Heilsugæsluna í Reykjavík og Holt-
vinafélag hjúkrunarfræðideildar.
Eftirtaldir fræðimenn fluttu erindi í málstofu:
• Laura Sch. Thorsteinsson. hjúkrunarfræðingur MSN: Gæði hjúkrunar frá
sjónarhóti einstaklinga með tangvinna sjúkdóma.
• Christer Magnusson, hjúkrunarfræðingur MSN: HjartaáfalL Upplifun sjúklinga
og hjúkrunarfræðinga.
• Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarkennari og fyrrverandi hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri Barnaspítala Hringsins: Þróun hjúkrunará Barnaspítala
Hringsins 1980-1998.
• Tryggvi Sigurðsson yfirsátfræðingur. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins:
Samskipti foreldra og ungra þroskaheftra barna sem vinna að úrlausn
verkefna.
• Cornelia M. Ruland. Institute of Nursing Science, University of Osio. Noregi:
Improving Patient Outcomes by Including Patient Preferences in Nursing Care.
120