Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Blaðsíða 138
hverfisfræðum þá orðnir samtals 28. Þeir eru skráðir í sex deitdir Háskólans:
Raunvísindadeild, félagsvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild. heimspekideild.
lagadeild og verkfræðideild. Námið byggirá þverfaglegum námskeiðsgrunni. sér-
sviði og rannsóknarverkefni. Fyrsti nemandinn með meistaragráðu í umhverfis-
fræðum útskrifaðist í október árið 2000.
Umhverfisstofnun hefur umsjón með náminu og starfsmenn stofnunarinnar tóku
jafnframt þátt í kennslu í nokkrum þeirra námskeiða sem eru í boði í Háskólan-
um vegna hins nýja náms. Mikill htuti tíma starfsmanna fór í samskipti við þær
deildir sem að náminu koma. sem og samskipti við nemendaskrá og kennslu-
svið. Þá hafði starfsfólk stofnunarinnar frumkvæði að því að endurskoða sam-
setningu á kjarnanámskeiðum í meistaranáminu í samvinnu við deildir. nemend-
ur og stjórn stofnunarinnar. Er stefnt að því að þær breytingar gangi í gildi haustið
2001.
Rannsóknir og þjónustuverkefni
Auk þess að hafa umsjón með meistaranámi er htutverk Umhverfisstofnunar að
efla og samhæfa rannsóknir í umhverfisfræðum innan Háskóla ístands. stuðla að
samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila. skipuleggja ráðstefnur og
fundi. gefa út fræðirit og kynna niðurstöður umhverfisrannsókna.
Vegna forstöðumannaskipta á árinu seinkaði tötuvert fyrirætlunum varðandi öft-
unar rannsóknar- og þjónustuverkefna. Þó má nefna greinagerð sem Auður H.
Ingólfsdóttir verkefnastjóri vann fyrir umhverfisráðuneytið um mat á umhverfis-
áhrifum en verkefnið var liður í undirbúningi ráðuneytisins fyrir umhverfisþing í
byrjun árs 2001.
Ráðstefnur og þing
Umhverfisstofnun tók þátt í skipulagningu á tveimur málstofum um loftslags-
breytingar í samvinnu við Landvernd. landgræðslu- og náttúruverndarsamtök ís-
tands. Sú fyrri var haldin á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október, og fjaltaði at-
mennt um loftslagsbreytingar af manna vötdum og aðgerðir alþjóðasamfélagsins.
Síðari mátstofan var haldinn 13. nóvember. sama dag og 6. fundur aðildarríkja
Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftstagsbreytingar hófst í Haag. Efni
síðari málstofunnar var hlutverk ístensks sjávarútvegs við að draga úr losun
gróðurhúsatofttegunda.
Húsnæðismál
Umhverfisstofnun og Sjávarútvegsstofnun fluttu í nýtt húsnæði þann 1. mars.
Stofnanirnar eru áfram til húsa í Tæknigarði en fluttu sig til yfir á hinn ganginn á
þriðju hæðinni, þar sem þær eru með sameigintegt húsnæði. í nýja húsnæðinu er
m.a. rúmgott herbergi sem mun nýtast sem lesaðstaða fyrir meistaranema í
sjávarútvegsfræðum og umhverfisfræðum.
Verkfræðistofnun
Almennt
Verkfræðistofnun Háskóla (slands er rannsóknarvettvangur kennara í verkfræði-
deild. Stofnunin starfar samkvæmt reglugerð og hefur gert það frá árinu 1997. Á
stofnuninni eru stundaðar undirstöðurannsóknir verk- og tæknivísinda svo og
þjónusturannsóknir fyrir íslenskt atvinnulíf. Áhersla er lögð á uppbyggingu að-
stöðu fyrir nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi, upplýsingamiðtun um
nýjungar á sviði tækni og vísinda svo og þjálfun verkfræðinga við rannsóknar-
störf.
Rannsóknarstarfsemin og niðurstöður hennar er kynntar reglulega í tímarits-
greinum, bókarköftum, skýrstum. fyrirlestrum á ráðstefum svo og erindum fyrir
almenning. Stofnunin er í víðtæku samstarfi við háskóta og rannsóknarstofnanir,
bæði innan lands og utan.
Árið 2000 var velta Verkfræðistofnunar um 100 m.kr. og lætur nærri að unnin hafi
verið atls um 22 ársverk við rannsóknir og þjónustu. Heildarfjötdi starfsmanna,
sem tengdist stofnuninni. var um 35. kennarar. sérfræðingar. aðstoðarfólk og fólk
í tímabundnum störfum.
Stofnunin skiptist í rannsóknarstofur. Þær eru eftirtaldan Aflfræðistofa (sjá Rann-
134